Current wishlist: Home

Færslan er ekki kostuð.

Er eitthvað meira næs en að kúra heima um páskana og láta sig dreyma um það sem mig langar að eignast fyrir heimilið? Ég held bara ekki!

heimilid.jpg

1. Madam Stoltz svart marmarabretti: Nýlega opnaði vefverslunin Dimm.is og ég er voðalega skotin í mörgu sem fæst þar. Til dæmis þessu fallega svarta marmarabretti sem myndi sóma sér vel í eldhúsinu mínu.

2. Tom Dixon Etch kertalugt: Mig dreymir um að eignast svona í koparlit og svörtu, en það myndi smellpassa inn í stofu hjá mér. Fást HÉR.

3. Smeg hraðsuðuketill: Þegar maður drekkur jafn mikið te og ég, þá held ég að maður eigi alveg skilið að eiga fallegan hraðsuðuketil. Þessi er svo sannarlega ekki af verri endanum og þessi pastel græni litur bræðir mig. Fæst HÉR.

4. Moomin bolli með Snorkstelpunni: Eins og örugglega allir aðrir er ég að safna Moomin bollunum, en mér finnst þeir bara svo einstaklega fallegir. Þessi þyrfti klárlega að vera næstur í safnið enda einstaklega bleikur og krúttlegur.

5. Lyngby vasi: Ég er með akkúrat fullkominn stað heima hjá mér fyrir eitt stykki Lyngby vasa, og mattur svartur eða dökkgrár væri gullfallegur. Hver veit nema þessi læðist með mér heim í tilvonandi Köben ferð!

6. Púðaver úr H&M Home: Ég sleppi aldrei tækifæri til að kíkja inn í H&M Home, og oftar en ekki koma nokkur púðaver með mér heim. Þessi eru ný og alveg einstaklega falleg!

7. Moroccan Weave Nordic Mug frá David’s Tea: Ef þið fylgist með á Snapchat (gydadrofn) hafa ófáar ferðirnar mínar í David’s Tea örugglega ekki farið framhjá ykkur, en þessi búð er vafalaust orðin mín uppáhalds. Ég eyði þar óheyrilegum tíma og fjármunum en sé þó ekki eftir neinu! Ég á svona bolla í hvítu en þessi mintugræni myndi passa fullkomlega Smeg ketilinn finnst ykkur ekki?

8. Nespresso kaffivél: Já, mér dreymir í alvöru um að bæta við þriðju kaffivélinni á heimilið. Þó svo að ég drekki mikið af te er ég svo sannarlega ekki búin að gleyma kaffinu, og Nespresso kaffið er bara svo ótrúlega gott!

9. Tribus motta: Þessi motta myndi smellpassa í litaþemað heima hjá mér, ég er reyndar líka rosalega skotin í þessari. Þórunn Ívars vinkona mín nældi sér í þessa síðarnefndu um daginn og hún er svo ótrúlega falleg!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: