Ég elska: Öðruvísi örbylgjupopp

Færslan er í boði Orville á Íslandi.

orville.jpg

Ég fékk skemmtilegt verkefni inn á borð til mín í vikunni í samstarfi við Orville popp – en ég ákvað að nýta tækifærið og búa til fjórar mismunandi “bragðtegundir” af poppi, sem hægt er að bæta við hið hefðbundna örbylgjupopp. Þær eru allar mjög ólíkar en eiga það klárlega sameiginlegt að taka poppið á næsta level. Ég sé fyrir mér í næstu veislu eða partý að bjóða upp á öðruvísi poppkorn sem er bæði fallegt í skál og skemmtilegt að borða!

.

Cookies and cream popp

IMG_1002

Þetta popp er sannarlega fyrir sælkerana, en að mínu mati er það samt alls ekki of sætt – heldur akkúrat passleg blanda af sætu og söltu. Ég veit að það eru margir Oreo elskendur þarna úti og þið einfaldlega bara verðið að prófa þetta popp! Hvíta súkkulaðið sem ég notaði er með miklu vanillubragði og passar því einstaklega vel í þessa samsetningu.

combo2

1 Orville Naturals poki

200gr Hvítt súkkulaði (ég notaði þetta frá Rapunzel)

2 msk. Kókosolía

8-12 Oreo kexkökur

Byrjið á að poppa poppið í örbylgjuofninum í 2 og 1/2 mínútu. Næst er súkkulaðið og kókosolían brætt saman í potti á mjög lágum hitta, þar til allt er bráðið saman. Oreo kökurnar eru muldar, nokkuð smátt. Næst er súkkulaðinu hellt yfir poppið, og Oreo kexinu dreift yfir og öllu blandað saman. Hægt er að borða poppið strax en mér finnst best að leyfa því að standa aðeins svo súkkulaðið kólni.

.

Tyrkisk Peber popp:

IMG_1023

Þetta popp kom mér virkilega mikið á óvart, en samsetningin er mjög skrítin en í senn ótrúlega ávanabindandi. Lakkrísbragðið af brjóstsykrinum fer einstaklega vel með söltu poppinu og úr verður skemmtilega öðruvísi popp.

combo4

1 Orville Naturals poki

1 poki af Tyrkisk Peber brjóstsykri

Byrjið á að poppa poppið í örbylgjuofninum í 2 og 1/2 mínútu. Brjóstsykurinn er mulinn, en ég gerði það með því að setja hann í poka og berja hann með hamar. Því fínna sem þið náið að mylja molana, því betra. Brjóstsykurmulningnum er svo dreyft yfir poppið og hægt er að borða það strax.

.

Dökkt súkkulaði og Matcha popp:

IMG_1014

Fyrir einhvern sem elskar Matcha jafn mikið og ég er þetta popp algjör draumur! Ég elska bragðið af Matcha, og þegar það blandast með dökku súkkulaði og sjávarsalti gerist eitthvað dásamlegt.

combo1

1 Orville Naturals poki

100gr 60% súkkulaði (ég notaði þetta frá Rapunzel)

1msk Kókosolía

1-2tsk Matcha te-duft

Sjávarsalt

Byrjið á að poppa poppið í örbylgjuofninum í 2 og 1/2 mínútu. Næst er súkkulaðið og kókosolían brætt saman í potti, þar til allt hefur bráðnað. Því næst er matcha duftinu dreyft yfir poppið, og því blandað vel saman. Súkkulaðinu er svo hellt yfir, og nokkrum klípum af sjávarsalti dreyft yfir í lokin. Best er að leyfa súkkulaðinu að kólna aðeins áður en poppið er borðað.

.

BBQ kryddað popp:

IMG_0972

Seinustu vikur er ég búin að vera með æði fyrir öllu BBQ krydduðu snakki, svo ég vissi að ég yrði að prófa að gera BBQ kryddblöndu fyrir popp! Ég átti til öll kryddin í blönduna heima, en eflaust er í lagi að sleppa einhverju ef þið eigið það ekki til. Reykt paprika er eitt af mínum uppáhalds kryddum, og er það uppistaðan í blöndunni. Kryddblönduuppskriftin er frekar stór, og dugar örugglega í 3-4 popppoka, svo það er þægilegt að eiga hana til inn í skáp.

combo3

1 Orville Naturals poki

3 msk Smoked Paprika

1/2 tsk Chipotle duft

3 msk Púðursykur

2 tsk Salt

1 msk Kúmin duft

1 msk Hvítlauksduft

1 msk Laukduft

3 tsk Sinnepsduft

1/4 tsk Brúnkökukrydd

Byrjið á að poppa poppið í örbylgjuofninum í 2 og 1/2 mínútu. Því næst er öllum kryddum blandað saman í krukku, og blandað vel saman. Mér finnst best að hrista krukkuna. Stundum getur verið gott að skella kryddblöndunni í blandara (t.d. Nutribullet), ef að ykkur finnst hún vera of gróf. Því fínni sem hún er, því betur festist hún á poppið. Kryddið svo eftir smekk, en mér finnst æðislegt að setja nóg af þessari blöndu á poppið. Það er bæði hægt að setja hana beint ofan í pokann eftir að hann kemur úr örbylgjuofninum, eða blanda henni saman við poppið í stórri skál.

Verði ykkur að góðu!

gydadrofn

1 Comments on “Ég elska: Öðruvísi örbylgjupopp”

  1. Pingback: Útskriftarveisla: Með Tropical Sumar-þema🌴 | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: