Ég mæli með: Almond Milk + Honey

Færslan er í boði The Body Shop.

Mig langaði svo mikið til að segja ykkur frá þessari nýju línu sem kom í The Body Shop fyrir stuttu síðan. Húðvörulínan er nefnd eftir aðalinnihaldsefnum hennar sem eru möndlumjólk og hunang, og hentar sérstaklega vel til að næra og sefa þurra og viðkvæma húð.

bsalmondhoney

Ég er algjörlega ástfangin af útliti línunnar, og hún verður sko aldeilis ekki falin inni í skáp! Hver einasta vara inniheldur handtýndar möndlur frá Spáni, ásamt hunangi frá Sheka regnskóginum í Eþíópíu. Eins og þið örugglega vitið er hunang að mínu mati undraefni fyrir húðina, og hefur þann eiginleika að læsa raka djúpt ofan í húðlögunum. Möndlur eru svo einstaklega ríkar af E-vítamíni sem er frábært fyrir húðina. Það mætti segja að vörurnar séu róandi fyrir bæði líkama og sál, því að þessi milda og dásamlega lykt sem fylgir þeim er einstaklega róandi.

.

bsalmondmilk3

Þetta sturtukrem finnst mér alveg frábært til að nota með skrúbbhönskunum sem þið sjáið á efstu myndinni. Hanskarnir skrúbba húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur á meðan kremið nærir og hreinsar húðina. Þetta combo er búið að vera í ansi miklu uppáhaldi!

.

img_0726

Eftir sturtu er svo dásamlegt að næra húðina með þessu kremi, en það er þykkt og djúsí þó að það sé ‘lotion’. Það gefur húðinni raka í 48 tíma, og nærir hana vel án þess að sitja of mikið ofan á húðinni, og mér finnst ég geta klætt mig strax eftir að hafa borið það á.

.

bsalmondmilk2

Þessa vöru hef ég svo því miður ekki fengið tækifæri til að prófa nógu vel þar sem ég bý ekki svo vel að hafa baðkar á heimilinu. Mér langaði samt að sýna ykkur hana aðeins þar sem ég er ástfangin af flöskunni sem lítur svolítið út eins og gamaldags mjólkurflaska. Hér höfum við semsagt baðmjólk, sem er tilvalið að setja út í baðið þegar maður vill róandi freyðibað. Góð vinkona mín og baðdrottningin sjálf, Þórunn Ívars, er búin að vera að nota þessa mikið og hún er að hennar sögn mjög ‘creamy’ og gefur nóg af búbblum! Ekki amalegt það og ef það er einhver sem ég treysti til að gefa ykkur bað-ráð er það hún haha!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: