Top 5: úr sendingu vikunnar í Vero Moda

Færslan er í boði Bestseller á Íslandi.

Mér datt í hug að það gæti verið skemmtilegt að taka saman nokkrar vörur úr sendingu vikunnar hjá Vero Moda – svona í tilefni þess að Konudagurinn er á sunnudaginn og kannski einhverjir menn sem vilja gleðja dömurnar sínar með fallegum mjúkum pakka. Fyrir utan það finnst mér þessar flíkur allar mjög fallegar og þær eru klárlega á mínum óskalista! Vörurnar mæta í Vero Moda í dag og á morgun, og ég mæli með að hafa hraðar hendur ef ykkur langar í eitthvað á þessum lista!

vmkonu.jpg

New Station regnkápa: Ég er svo ótrúlega hrifin af þessari fallegu regnkápu, en ég á einmitt eina mjög svipaða úr Vero Moda í sama græna lit sem ég keypti í fyrra. Ég hef verið mikið spurð út í hana þegar ég er í henni og því kæmi mér ekkert á óvart að þessi yrði vinsæl!

Elly blúndukjóll: Blúndukjólar hafa verið virkilega vinsælir sem innanundirflíkur seinustu mánuði, og að mínu mati þurfa allar dömur að eiga allavega einn. Þessi þykir mér sérstaklega fallegur – mæli 100% með! Fyrir þá sem vilja spara sér sporin fæst þessi líka á Bestseller.is.

Lesca æfingabolur: Ótrúlega sætur æfingabolur! Ég veit að margar skvísur elska boli með þessu sniði í ræktina, en ég á einmitt nokkra svipaða inn í skáp hjá mér. Verandi forfallinn kaffisjúklingur þyrfti ég endilega líka að fá mér þennan!

Mercy taska: Þessi taska finnst mér ótrúlega flott, og svo er hún líka stór og rúmgóð fyrir þá sem eru alltaf eins og þeir séu að fara að flytja þegar þeir fara út úr húsi.

Miranda rúllukragapeysa: Yfir mig ástfangin af þessari! Ég hlakka til að fara og næla mér í þessa á morgun en ég á aldrei nóg af kósý peysum. Elska munstrið og litinn á þessari en hún kemur líka í svörtu.

.

vmkonu2

Mig langaði líka að setja saman til gamans outfit hugmynd – en mér finnst sjálfri alltaf svo gaman að skoða svoleiðis. Þetta outfit getur þú fengið í Vero Moda fyrir rétt rúmlega 20.000kr. Fullkomið í íslenska veðrinu en blúndan setur kvenlegan sjarma yfir dressið. Love it!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: