Árshátíðarkvöld

Færslan er ekki kostuð.

F91660E3-1475-4143-A37F-C384F82B0B7E.jpg

Í gærkvöldi fór ég á árshátíð, eins og margir tóku eflaust eftir á Snapchat (gydadrofn). Mér tókst að ná mér í rækilega flensu í seinustu viku en var að vonast til að vera búin að ná henni úr mér fyrir gærdaginn. Þegar árshátíðardagurinn rann upp var ég hinsvegar komin með hita og ekki mjög hress. Ég tók samt ekki í mál að missa af þessari glæsilegu árshátíð og tókst að hressa mig við í nokkra klukkutíma þó ég finni alveg fyrir því í dag – haha.

60c2e5c3-44e6-4c00-ad33-9399d64fcc48

img_0522

Ég er búin að fá ansi margar fyrirspurnir um kjólinn minn, en ég pantaði hann frá Missguided og þið finnið hann HÉR. Hann er úr sérstöku Peace+Love collection, og mér fannst hann algjörlega ómótstæðilegur. Ég tók hann í stærð XS, en það er US 2 eða UK 6. Hann er algjörlega eins og sniðinn á mig! Skórnir sem ég var í sjást reyndar ekki á neinni mynd en ég valdi mér fínlega nude litaða sandala úr Steve Madden, þar sem ég vildi ekki taka neina athygli frá kjólnum.

7f1776f1-affa-4ba5-a107-fed8754daa83

2269b3d7-b47a-49eb-a3f8-c96e3990fc1a

Ég ákvað um leið og ég pantaði kjólinn að ég vildi vera með alveg sléttað hár, skipt í miðju. Smá Kim Kardashian fýlingur! Ég gerði svo rose-gold/bronslitaða beauty förðun, með ljómandi húð sem mér finnst alltaf svo fallegt.

img_0547

Yndislegt kvöld í frábærum félagsskap! Þórunn skrifaði einmitt frábæra árshátíðarfærslu áðan sem ég mæli með að kíkja á. Því miður gleymdist að ná mynd af mér og Heiðari sem ég sé mikið eftir – hann gaf mér nefnilega ekkert eftir í outfittinu!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: