Cintamani Tinna

Færslan er í boði Cintamani.

Eins og ég sagði ykkur frá á Snapchat í seinustu viku var ég að eignast nýjan Cintamani Tinnu jakka! Ég er búin að eiga svarta Tinnu í nokkur ár, og er hún mikið notuð. Þegar ég keypti þennan svarta var líka til gulur jakki, en á þeim tíma fannst mér hann ekki nógu praktískur. Ég er hinsvegar ekki búin að hætta að hugsa um hann síðan og loksins – loksins er ég búin að eignast hann! Þó að það hafi verið rok og rigning í dag ákvað ég að skella mér út og taka myndir, enda ver Tinna mann fyrir hvoru tveggja. Ég vorkenndi hinsvegar greyið Heiðari sem var á myndavélinni því hann á enga Tinnu..

img_0018

img_0021

img_0019

Tinna er þriggja laga létt skel, sem er vindheld og vatnsheld og einstaklega létt. Þó að ég muni nú seint teljast mikil útivistarmanneskja þá finnst mér æði að eiga þennann ef ég er að fara út að labba, í útilegu eða bara að fara að stússast í íslensku veðri. Ég elska að það sé hægt að taka hann aðeins saman í bakið og það gerir hann aðeins aðsniðinn að aftan án þess að hann breytist að framan. Mér finnst mjög gott að vera í langermabol innanundir jakkanum, eða jafnvel peysu ef það er mjög kalt. Ég nota minn eimitt líka mikið á sumrin og þá sérstaklega á kvöldin, þegar maður vill vera úti og það er of heitt að vera í úlpu. Mesti kosturinn við jakkann finnst mér vera hvað hann er lipur og fjölhæfur. Ég hef til dæmis farið í Tinnu á hestbak, og á Þjóðhátíð og hún hefur aldrei brugðist mér! Mér finnst líka frábært að mín fjagra ára gamla svarta Tinna lítur nákvæmlega eins út og þessi nýja!

img_0023

img_0024

img_0016

Ég tek Tinnu í xs en hún kostar 52.990kr hjá Cintamani.

xxx

1 Comments on “Cintamani Tinna”

  1. Pingback: MJÖLL | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: