Best Of: The Body Shop

Færslan er í boði The Body Shop.

Seinustu mánuði hef ég verið í samstarfi við The Body Shop á Íslandi, og hef fengið tækifæri til að prófa margar skemmtilegar vörur frá merkinu. Það hafa nokkrir sent mér skilaboð á Snapchat og beðið mig að taka saman mínar uppáhaldsvörur, og mér datt í hug að gera það hér svo hægt sé að nálgast færsluna. The Body Shop hefur í áraraðir verið framarlega gegn rannsóknum á dýrum, og mér finnst frábært hvað vörurnar þeirra eru á flottum verðum og aðgengilegar fyrir marga. Hér að neðan ætla ég að fara yfir þær vörur sem standa upp úr hjá mér og hafa orðið partur af minni daglegu rútínu!

bestofbs1.jpg

Það sem ég er hrifnust af í The Body Shop eru skincare vörurnar – en þar er að finna ótalmargar flottar línur fyrir mismunandi húðgerðir. Athugið að þessar vörur sem ég nefni eru auðvitað þær sem henta minni húðgerð best.

1. Vitamin E Intense Moisture Cream: Það er sko ekkert annað í stöðunni en að hafa þetta krem fremst á listanum! Ef ég gæti einhvernveginn baðað mig uppúr þessu kremi, myndi ég gera það. Dásamlega þykkt og djúsí andlitskrem sem gefur raka í 72klst!

2. Camomile Sumtuous Cleansing Butter: Ég veit ekki hvar ég á að byrja með þessa hreinsiolíu..hún er í föstu formi (eins og smjör) og er svo dásamleg að það hálfa væri nóg. Ótrúlega mjúk og mild fyrir húðina og ég elska að nudda húðina mína upp úr þessari þegar ég hreinsa hana.

3. Honey&Oat 3-in-1 Moisturising Scrub Mask: Þið ættuð nú að vita hvað ég er hrifin af því að hafa hunang í andlitsmaska! Það kemur því kannski ekkert á óvart að þessi er í uppáhaldi, en hann er með mjúkum höfrum í líka. Hann bæði hreinsar húðina og gefur henni raka.

4. Aloe Soothing Rescue Cream Mask: Ég er nýbúin að kynnast Aloe línunni en hún hentar einstaklega vel fyrir viðkvæma húð. Þessi kremmaski hentar sem næturmaski (það má sofa með hann) og ég elska hvað húðin mín er dásamlega mjúk og frísk þegar ég vakna. Vinkonur mínar hafa líka sagt mér að hann sé algjör bjargvættur við sólbruna!

5. Aloe Calming Toner: Ég er virkilega hrifin af þessum sefandi tóner, en ég vil alls ekki nota tóner sem þurrkar húðina mína. Þessi er mjög mildur og frábær fyrir venjulega og þurra húð.

6. Vitamin C Glow Boostin Moisturiser: Það stendur á krukkunni að þetta sé fyrir ‘Dull, grumpy, tired skin’, en það eru orð sem að lýsa húðinni minni ansi oft á morgnanna. Þetta krem gefur húðinni kraft og ljóma, og áferðin á því er svo ótrúlega falleg. Það er fullkomið undir farða og svo er lyktin af kreminu eitt það besta.

7. Vitamin E Aqua Boost Essence Lotion: Eins og ég talaði um HÉR er ég virkilega hrifin af þessu essence lotion úr Vítamín E línunni. Ég hef verið að nota það sem fyrstu vöru á eftir hreinsivörum bæði kvölds og morgna, og finnst það gefa húðinni minni djúpan raka.

8. Vitamin E Serum-in-oil: Þessi vara er sambland af húðolíu og serumi, og ég dýrka að bera þetta á húðina mína á kvöldin. Ég set essence lotionið fyrst, svo þessa olíu, og að lokum Intense rakakremið. Húðin mín drekkur í sig allann rakann og ég vakna endurnærð!

9. Vitamin E Eyes Cube: Þetta augnkrem hefur fengið mikla athygli á Snapchat, en það inniheldur agnir sem endurkasta ljósinu og þannig birtir það til undir augunum. Það er fullkomið til að nota á morgnanna og vekja augnsvæðið, og hentar vel undir farða.

.

bestofbs2.jpg

1. Shea Body Butter: Þetta er fyrsta líkamskremið sem ég man eftir að hafa notað, en ég stalst alltaf í það hjá mömmu sem hefur átt það í mörg ár. Það er fyrir mjög þurra húð, og gefur þurru fótleggjunum mínum nýtt líf. Lyktin er líka yndislega mild og ekki of afgerandi.

2. Japanese Camellia Cream: Áferðin á þessu kremi er eiginlega alveg ótrúleg! Þetta er eins og þeytt smjör sem bráðnar á húðinni, og lyktin lætur mér líða eins og ég sé nýstigin úr Yoga tíma.

3. Peppermint Foot Spray: Þreyttir flugfreyjufætur eru mjög þakklátir fyrir þetta sprey, en það kælir og róar þreytta fætur. Mér finnst mesta snilldin að það sé í spreyformi, því alltaf þegar ég ber á mig fótakrem þarf ég nauðsynlega að klóra mér í auganu nokkrum sekúndum seinna. Þá get ég ekki staðið upp til að þvo það af mér í vaskinum, þar sem kremið er ennþá blautt, en spreyið leysir þetta stóra vandamál.

4. Brazilian Cupuacu Scrub-in-Oil: Þennan hef ég nefnt áður á blogginu HÉR, en ég er búin að klára heila dollu af þessum. Dásamlegur olíuskrúbbur sem fjarlægir dauðar húðfrumur en nærir húðina vel í leiðinni.

5. InstaBlur Primer: Þessi primer hefur verið í miklu uppáhaldi síðan ég eignaðist hann! Hann er þykkur og áferðin á honum svolítið sérstök, en þegar ég ber hann á húðina bráðnar hann og myndar himnu sem bæði mattar og minnkar sýnileika á svitaholum.

6. InstaGlow CC Cream – Peachy Glow: Þetta krem hefur verið í mikilli notkun seinustu vikur, en ég nota það þegar ég nenni ekki að mála mig eins og venjulega, en vil samt fríska upp á húðina. Það er ferskjulitað og gefur húðinni því fallegan ljóma.

Takk fyrir að lesa!

gydadrofn

1 Comments on “Best Of: The Body Shop”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: