Allt um: 25 ára Afmælisveisluna

Færslan er ekki kostuð.

Ég veit að margir bíða spenntir eftir þessari færslu en ég hef fengið fjölmargar fyrirspurnir eftir að ég sýndi ykkur sneak peak af skreytingunum úr veislunni á Snapchat! En í fyrradag átti ég afmæli, meirasegja nokkurskonar stórafmæli en nú þarf ég að horfast í augu við þá staðreynd að vera komin nær þrítugu en tvítugu. Þó að það sé ákveðinn skellur er ég þakklát fyrir að fá að eldast og því var ekki annað í stöðunni en að fagna þessu nokkurnveginn stórafmæli með pompi og prakt á laugardaginn seinasta. Ég veit ekkert skemmtilegra en þema partý, og það er í alvöru eitt það skemmtilegasta sem ég geri að finna til hluti sem tengjast þema og búa til skemmtilega upplifun. Þemað sem varð fyrir valinu var…PASTEL! Þemað spratt alltsaman upp frá einum pakka af pastel M&M sem ég keypti um daginn, og þó ég hafi fengið mikla bakþanka (aðallega tengda því að þetta yrði meira eins og 5 ára afmæli en 25 ára) þá fannst mér þetta allt saman koma vel út. Ég ætla ekki að tefja ykkur lengur með blaðri og láta myndirnar tala!

Ath. Þið getið smellt á allar myndirnar til að sjá þær stærri 🙂

img_8579

Það var eiginlega mjög heppilegt fyrir þemað að við vorum akkúrat að kaupa okkur nýtt borðstofuborð í vikunni, en það er hvítt og passar því einstaklega vel við pastel þema – betur en gamla dökkbrúna borðið okkar allavega. Ég vildi óska að ég gæti sjálf státað mig af þessari stórglæsilegu afmælisköku en því mður er ég ekki svona mikill snillingur að baka, heldur pantaði ég kökuna frá Sætum Syndum. Hún var bæði einstaklega falleg og rosalega bragðgóð, en þetta er vanillukaka með saltkaramellu smjörkremi.

.

Nánast allt einnota skrautið sem þið sjáið fékk ég í Söstrene Grene, en eins og ég hef áður sagt ykkur finnst mér það the place to go þegar mig vantar fylgihluti í veislur eða þema partý. Blöðrurnar eru úr Partý búðinni, og ég bjó til bakgrunninn úr músastigapappír úr Söstrene.

.

img_0018

img_0023

Ég ákvað að bjóða uppá osta og kex, snakk og ídýfu, möffins, afmæliskökuna og svo fulla skál af pastel-lituðu nammi! Ég veit ekki alveg hvað fólkið á nammibarnum hefur haldið þegar við vinkonurnar vorum að rökræða hvort að ákveðnar nammitegundir væru nógu mikið pastel eða ekki..

.

img_0007

img_0004

Á skenknum fyrir aftan borðið ákvað ég að hafa drykkjarstöð, en ég setti mitt ‘pastel touch’ á vínflöskurnar með pastellituðum satín borðum – sem ég notaði einmitt líka á stóra borðinu eins og þið sjáið á myndunum fyrir ofan. Hvíta tréið skreytti ég með glærum kúlum með pastel-lituðu kökuskrauti inní. Ég batt svo glært snæri í kúlurnar og hengdi þær á og mér fannst það gefa mjög skemmtilegt lúkk.

.

Í loftið hengdi ég dúska í pastel tónum sem fást í Söstrene, ásamt fánaborðum sem ég fékk á sama stað.

Besti parturinn var svo auðvitað að fá yndislega vini til að fagna með mér og gera kvöldið ógleymanlegt! ❤

.

img_8576

img_0028

img_0007

img_0023

img_0011

img_8523

Ég er ótrúlega ánægð með hvernig allt kom út, en mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um hugmyndaflug og að gefa sér tíma í að leita að réttu hlutunum. Ég borgaði alls ekki mikinn pening fyrir allar skreytingarnar, en það er svo margt fallegt hægt að gera með því að nota hugmyndaflugið og gefa sér tíma í að þræða búðir og leita að hlutum sem gætu hentað því sem maður er að gera. Ég væri sko alveg til í að gerast party-planner og búa til svona partý í hverri viku!

gydadrofn

1 Comments on “Allt um: 25 ára Afmælisveisluna”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: