OOTD frá Vero Moda
Færslan er í boði Bestseller
Ég slysaðist “alveg óvart” inn í Vero Moda í gær. Þangað fór ég nú aðallega til að kíkja á nýju flottu íþróttafötin þeirra en rak svo augun í skyrtu sem ein stelpan sem var að vinna í búðinni var í og vissi strax að hana varð ég að eignast. Í kvöld er mér boðið á forsýningu á nýrri íslenskri bíómynd, Hjartasteinn, svo það var líka tilvalið tilefni til að fá sér fallega nýja skyrtu!
Ef þið hafið fylgst með mínum stíl þá ættuð þið alveg að vita að síðar skyrtur eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og ég elska snið í asískum stíl. Þessi skyrta hefði því næstum bara getað heitið ‘Gyða’ því hún er svo akkúrat mikið ég! Liturinn finnst mér líka æði og ég er ótrúlega hrifin af bláum gallabuxum við hann. Gallabuxurnar eru einmitt líka úr Vero Moda og eru þær einu sem ég nota. Ég á þær bæði í þessum bláa lit og svörtu, en þetta eru Studio buxur sem eru háar í mittið (sko alveg upp að nafla) og svo eru þær í ‘Ankle length’ að neðan. Ég hoppa alltaf hæð mína þegar buxur eru merktar þannig því að þá veit ég að þær munu vera venjuleg lengd á mig – þegar maður er 157cm og með stutta fætur þá er ekkert grín að finna buxur sem krumpast ekki alltaf niðri hjá ökklanum! En aftur að skyrtunni – eigum við eitthvað að ræða þessa fallegu bróderingu á bakinu? Hún er svo gullfalleg að mig langar helst að hengja skyrtuna bara upp til skrauts inn í stofu! Mér finnst klaufin á hliðinni líka gera mjög mikið og hún verður aðeins klæðilegri þannig. Klárlega nýtt uppáhald!
Skyrtan kostaði 6.490kr ❤