Uppskrift: New year new me boost!

Færslan er ekki kostuð.

Já það er svo sannarlega komið nýtt ár og flestir hafa örugglega heyrt frasann: new year, new me! Frasinn hefur orðið svolítið klisjukenndur þar sem margir falla í þá gryfju að ætla sér alltof mikið á nýju ári halda það einungis út í nokkrar vikur. Þó að ég hafi verið svona létt að grínast með ‘New year, new me’ á Snapchat, þá finnst mér samt nýtt ár alltaf vera gott tilefni til að gera breytingar. Nýtt tímabil gengur í garð og þá er einhvernveginn svo gott að  byrja á nýjum hlutum og byrja nýjar hefðir. Það er nú akkúrat þessvegna sem þetta boost fékk þetta nafn! Það hefur orðið að hefð núna hjá mér á nýju ári að fá mér þetta í morgunmat, og ég er með algjört æði fyrir því. Ég held það hafi aldrei jafn margir screenshottað neitt á snappinu mínu eins og þegar ég deildi uppskriftinni af þessu boosti, svo ég má til með að deila henni hér. Boostið er bæði bragðgott og fljótlegt, en hægt er að útbúa að hluta til kvöldinu áður ef maður vill!

IMG_8283.jpg

Í boostið fara hlutir sem eru alltaf til á mínu heimili. Síðan um mitt seinasta ár hef ég tekið nánast allar mjólkurvörur út úr matarræðinu mínu, þar sem ég þoli þær illa, en ég er byrjuð núna að borða laktósafríar vörur og það hefur gengið mjög vel. Ég nota því laktósfría gríska jógúrt í boostið en það er auðvitað hægt að nota venjulega. Ég hef vanið mig á það að þegar ég kaupi banana, þá tek ég nokkra strax og sker niður, set í litla rennilásapoka og í frystinn. Það er nefnilega svo ótrúlega gott að nota frosinn banana í boost – hann gerir það creamy og svolítið ís-legt, enda er hægt að búa til “ís” úr frosnum banana einum saman eins og ég sagði frá HÉR. Ávextirnir sem ég kaupi svo koma tilbúnir blandaðir í litlum pokum eins og þið sjáið á myndinni hér að neðan.

img_8279

Blandan sem ég kaupi inniheldur jarðaber, melónur, grænt epli og ferskjur, og gerir boostið ótrúlega bragðgott. Þetta er mín uppáhalds tilbúna blanda en það er hægt að kaupa fleiri tegundir.

.

boost

Þú þarft:

1-2msk grískt jógúrt

20gr hafrar

1msk hunang

1 frosinn banani, skorinn í bita

1 poki blandaðir ávextir

Vatn

Ég byrja á að setja gríska jógúrt, hafra og hunang í blandarakönnuna mína. Þegar ég undirbý boostið kvöldinu áður þá bæti ég líka smávegis vatni við, og geymi í ísskáp yfir nótt. Frosnum banana og ávöxtunum bæti ég svo við daginn eftir ásamt örlítið meira af vatni og blanda svo vel.

.

img_8260

Ég er búin að gera mér þetta boost á hverjum morgni seinustu viku og ég elska hvað það er bragðgott og seðjandi. Mér finnst það endast mér ótrúlega lengi, enda inniheldur það bæði flókin kolvetni úr höfrunum ásamt próteinum úr jógúrtinni. Frosni bananinn gerir svo gæfumuninn og ég mæli með að eiga hann alltaf til í frystinum. Tilvalið boost fyrir þá sem eru með ný markmið á nýju ári!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: