Jól í Þýskalandi og áramót á Akureyri

Færslan er ekki kostuð.

Loksins, loksins er ég komin heim í nógu mikið næði til að gera upp hátíðarnar með ykkur! Seinasta vika fór í mikla vinnutörn en nú er ég í nokkurra daga fríi – þó að það sé erfitt að kalla það frí þar sem skólinn er byrjaður af fullum krafti. En ég átti yndislega hátíð í desember eins og vonandi þið öll. Jólunum í ár eyddi ég í smábæ sunnarlega í Þýskalandi með tengdafjölskyldunni, sem var ákveðin upplifun fyrir jólabarnið mig sem þarf helst alltaf að vera heima hjá mömmu og pabba. Það var samt alveg ótrúlega kósý og yndislegt hjá okkur og þegar við komum til landsins brunuðum við beint norður þar sem jól nr. 2 tóku við – svo þetta hefði eiginlega ekki getað verið betra!

img_8056

img_8115

 

img_8080

Fyrsta daginn okkar í Þýskalandi kíktum við á jólamarkað í Konstanz, sem liggur rétt við landamæri Sviss. Þar smakkaði ég Apfelpunsch sem ég er búin að ákveða að verði jólahefð framvegis, og sáum ýmislegt fallegt. Ég er ekkert að grínast með að íslendingnum mér var sko alveg skítkalt í Þýskalandi, en í svona röku loftslagi verður kuldinn mun meiri en hitastigið segir til um. Ég sé samt voðalega á eftir þessum leðurhönskum sem ég er með á myndunum – ég nefnilega týndi þeim sama dag og ég keypti þá. Reyndar bara öðrum þeirra en það gerir mér lítið gagn að eiga einn. Við vorum svo dugleg að rúnta um nágrennið og skoða okkur um, kíktum til Ravensburg þar sem ég ætlaði fyrst og fremst að kaupa mér púsl (vonandi kveikja einhverjir), en ég fann hinsvegar aldrei neitt púsl í þessari höfuðborg púsla. Við fórum líka til Meersburg þar sem við skoðuðum einn elsta kastala í Þýskalandi.

Um leið og við lentum á Íslandi lá leiðin norður, þar sem Bella beið spennt eftir okkur, og ég fékk loksins að opna jólapakkana. Við vorum reyndar svekktust að við misstum algjörlega af öllum snjó þessi jólin, en dagana áður en við komum vorum við búin að hlakka til að koma heim í það mikla snjó-flóð sem var heima. Hinsvegar fór snjórinn á augabragði sama dag og við komum heim svo við sáum ekki eitt snjókorn!

img_8219

Næst tóku svo áramótin við, en þeim fagnaði ég með fjölskyldu og vinum, og þau hefðu ekki getað verið betri! Næst á dagskrá er svo bara afmælið mitt, en á þessu ári verð ég hálf-fimmtug..veit ekki alveg hvað mér finnst um það ennþá.

img_7639

P.s. metnaðurinn í laufabrauðsútskurði var í hámarki í ár en ég stefni á að toppa mig á næsta ári!

xxx

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: