Uppskrift: Hátíðar meðlætið hennar ömmu

Færslan er ekki kostuð.

Ef það er eitthvað sem ég lærði á þessari færslu þá er það það að ég er sannarlega ekki góður matar-ljósmyndari. En vegna þess hve uppskriftin sem ég ætla að gefa ykkur er dásamleg þá læt ég myndirnar samt flakka. Ætli matarbloggarar bíði alltaf þar til maturinn er kaldur til að mynda hann? Það var alveg ómögulegt að ná mynd af viðfangsefni dagsins meðan það var heitt þar sem öll gufan settist á myndavélalinsuna, en ekki gat ég nú samt beðið með að gæða mér á góðgætinu..

IMG_7568.jpg

Færsla dagsins er í anda jólanna, eða allavega klárlega hátíðartímabilsins sem er framundan. Það verður seint sagt um mig að ég sé mikil kjöt-kona. Ég hef aldrei verið neitt voðalega hrifin af kjöti, og þegar ég raða á diskinn minn er kjötið yfirleitt í minnihluta. Ég hef alltaf verið miklu meira fyrir meðlæti og vil helst hafa mikið úrval af því. Og sósunni auðvitað, það má ekki gleyma henni. En meðlætið sem ég ætla að gefa ykkur uppskrift af í dag er efst á listanum mínum, og ég sver að ég ætti ekki í nokkrum vandræðum með að borða bara það í kvöldmat. Amma mín útbýr það iðulega um áramótin þegar stórfjölskyldan kemur saman heima hjá henni, og ég hlakka alltaf jafn mikið til að mæta þangað – ég viðurkenni að stór partur af tilhlökkuninni tengist þessu meðlæti. Ég útbjó það svo í fyrsta skipti sjálf hérna heima um daginn, en Heiðar tilkynnti mér að hann myndi líklega ekki borða mikið af því þar sem hann er alls ekki hrifinn af grænmeti. Hann var nú ekki lengi að éta það ofan í sig ásamt mörgum diskum af þessu dásamlega meðlæti. Ég mæli algjörlega með að setja þetta í prófun á næstu dögum fyrir þá sem langar að bæta við meðlætisúrvalið á hátíðarborðunum! Uppskriftin sem ég gef ætti að duga fyrir 4-6 manna fjölskyldu en ég geri hálfa svona þegar ég elda fyrir okkur tvö.

img_7547

Rjómalagað beikon og rósakál

Þú þarft:

500gr ferskt rósakál

200-250gr beikon

400ml rjómi

Salt og pipar

Byrjað er á að sjóða rósakálið í um 5 mínútur. Vatninu er helt af og það skorið til helminga. Beikonið er skorið niður í smáa bita. Ég bræði örlítið af smjöri á pönnu, en það er alveg hægt að nota olíu líka, og set beikonið út á pönnuna. Það er steikt þar til það er nokkurnveginn eldað og liturinn farinn að dökkna. Þá er rósakálinu bætt út á pönnuna og steikt í 1-2 mínútur, þannig það fái smá steikingu og vatnið gufi upp. Næst er svo rjómanum helt út á pönnuna, ásamt salti og pipar eftir smekk, og allt látið malla saman í 5-7 mínútur. Þetta er svo borið fram með hverju sem er!

-Við höfum komist að því að okkur finnst alveg nauðsynlegt að nota ferskt rósakál en við prófuðum að nota frosið um daginn en það var ekki jafn gott.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: