Uppskrift: Heimagerðar jólagjafir vol.2

Færslan er ekki kostuð.

Fyrir tveim árum birti ég þessa færslu HÉR þar sem ég gaf hugmyndir af heimagerðum jólagjöfum. Færslan naut mikilla vinsælda og það er klárlega kominn tími á aðra svona, og því kynni ég með stolti volume 2 af heimagerðum jólagjöfum 2016!

Hugmynd 1: Bragðarefur í boxi

img_7180

Þessi hugmynd er örugglega mín uppáhalds en mér finnst hún svo ótrúlega krúttleg og skemmtileg. Henni svipar örlítið til heita súkkulaði settsins, en pælingin er að gefa nokkurskonar kósýkvöld. Í boxið er sett allt sem þarf til að eiga dásamlegt kósýkvöld fyrir framan sjónvarpið með ís, og það eina sem þarf að bæta við er ísinn. Við viljum nefnilega ekki setja hann í boxið og vera sá sem ber ábyrgð á ís-pollinum undir jólatréinu.

.

img_7157

Í kassann er hægt að setja allt það sem hugurinn girnist, og það sem er skemmtilegt er að það er hægt að sníða boxið að hverjum og einum! Það er líka alltaf gaman að vita að einhver hugsaði til manns, og man eftir því hvað þér finnst best að fá út á ís, og þannig verður gjöfin ennþá persónulegri.

.

img_7156

Öllu er svo raðað í kassa og þar er tilbúin upplifun af fullkomnu kósýkvöldi með hinn fullkomna ís! Ég fékk litlu krukkurnar, kassann, litlu glösin og ísskeiðina í Söstrene Grene, en boxin og brauðin fékk ég í Hagkaup.

.

Hugmynd 2 – Kósýkvöld í krukku

img_7104

Ég er mikið að vinna með kósýkvöldin, en mér finnst bara fátt notalegra en gott kósýkvöld. Kósýkvöld í krukku er fullkomið fyrir vinkonu, ömmu, mömmu eða frænku sem á skilið að taka sér Me-time!

.

img_7120

Í krukkuna er hægt að setja allt það sem manni dettur í hug – maska, naglalakk, húðvörur, baðbombu, kósýsokka, augnhár eða allt það sem ykkur dettur í hug. Það er um að gera að nota ýmindunaraflið. Í the Body Shop er til mikið af krúttlegum mini útgáfum af ýmsum húðvörum, og það er sniðugt að lauma þeim með í krukkuna. Í minni krukku eru kósýsokkar, sheet rakamaski, hármaski, handkrem, naglaþjöl, naglalakk, kælandi fótakrem, body lotion, sturtusápa og baðbomba.

.

img_7110

Krukkuna fékk ég í Söstrene Grene, en hún þarf alls ekkert að vera svona stór, fer eiginlega bara allt eftir því hvað maður vill setja í hana. Það væri jafnvel hægt að nýta einhverjar uppskriftir af heimagerðum möskum eða skrúbbum sem eru hér á blogginu, og útbúa lítil ílát með því – þannig verður gjöfin ennþá meira heimagerð! Þið finnið hinar ýmsu uppskrifitir undir ‘Uppskriftir fyrir útlitið’ hér að ofan.

.

Hugmynd 3 – Heimgert kökumix

img_7100

Hugmyndin á bakvið seinustu hugmyndina er að þetta sé svolítið eins og tilbúið kökumix sem þú getur keypt úti í búð – nema heimagert. Það getur innihaldið uppáhalds smáköku uppskriftina þína eða þess sem þú ætlar að gefa, eða jafnvel innihald í pönnukökur eða annað slíkt. Sá sem fær gjöfina er komin með uppskriftina og öll þurrefnin, og þarf svo bara að bæta við því sem er blautt.

.

img_7092

Ég bjó til krukku með einni af minni uppáhalds smákökutegund – en hún heitir Súkkusukk og er fyrir alla sem elska súkkulaði. Við mamma fengum uppskriftina HÉR. Þessi uppskrift kallar á að púðursykurinn sé þeyttur með því sem er blautt, svo þessvegna er hann í sér krukku. Þá er líka hægt að koma í veg fyrir að hann þorni upp með því að setja t.d. litla brauðsneið með í krukkuna. Ég skrifaði niður leiðbeiningar um hvernig skyldi baka kökurnar, og læt fylgja með, en það gæti líka verið gaman að láta uppskriftina í heild sinni fylgja með ef sá sem fær hana langar að gera hana frá grunni einn daginn.

.

img_7091

Í stóru krukkunni er semsagt hveiti, lyftiduft, matarsódi, kakó  og þrjár tegundir af súkkulaði. Púðursykurinn er svo áður sagði í sér krukku vegna þess hvernig maður útbýr akkúrat þessa uppskrift. Þetta er svo hægt að gera öðruvísi fyrir hverja uppskrift fyrir sig. Stóru krukkuna fékk ég í Tiger en þessa minni átti ég til heima hjá mér.

Ég vona innilega að einhver geti nýtt sér þessar hugmyndir til að búa til fallegar og persónulegar gjafir handa sínum nánustu – það er nefnilega svo ótrúlega dýrmætt að fá svoleiðis gjöf!

gydadrofn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: