Ég mæli með: Brazilian Scrub-in-oil frá The Body Shop
Færslan er í boði the Body Shop á Íslandi.
Ég eignaðist þennan dásamlega líkamsskrúbb um daginn, en hann er bæði fallegur að horfa á og frábær fyrir húðina!
Skrúbburinn er úr Spa of the World línunni hjá Body Shop, en línan inniheldur lúxus vörur sem eiga uppruna sinn allstaðar að úr heiminum og eru ætlaðar til að skapa spa upplifun heima hjá sér. Ég var reyndar komin með annan skrúbb í hendina áður en ég fékk mér þennan, en þegar stelpan í búðinni nefndi að þessi skrúbbur væri með olíu var ég ekki lengi að skipta um skoðun. Olían í skrúbbnum er úr brasilískum Cupuacu hnetum en olían er víst leyndarmál Amazon kvenna til að næra húðina. Saltkristallar eru svo skrúbburinn sjálfur, og þegar maður opnar hann fyrst er olían búin að setjast ofan á svo maður byrjar á að hræra saman olíunni og saltinu. Maður getur í raun tekið jafn mikla eða litla olíu og maður vill, en með því að taka minni olíu og meira salt er skrúbburinn ennþá kröftugri til að slípa húðina, á meðan maður getur tekið meiri olíu og minna salt ef maður vill bara léttan skrúbb. Ég er algjörlega orðin húkt á þessum, en mér finnst nauðsynlegt að nota skrúbba sem næra líka húðina svona yfir vetrartímann. Svo er lyktin algjörlega dásamleg og ég væri helst til í að baða mig upp úr honum!
Þessi fallegi skrúbbur er til dæmis ótrúlega fallegur í jólapakkann, því umbúðirnar eru mjög stórar og veglegar og væru ótrúlega falleg gjöf. Hann kostar 4.995kr í the Body Shop.
Pingback: Best Of: The Body Shop | gyðadröfn