New in: Fullkomin jólanáttföt frá Vero Moda!

Færslan er í boði Bestseller.

img_6949

img_6909

img_0016

img_6908

Hafið þið einhverntímann séð krúttlegri náttföt? Nei ég bara spyr því þetta eru klárlega dúllulegustu náttföt sem ég á! Ég fór í jólaboð Bestseller í gær þar sem ég rak augun í þau, og var ekki lengi að skella mér í Vero Moda og næla mér í þau. Þau koma í tveim litum, þessum hvíta lit og svo dökkrauð-plómulituð með hvítum ísbjörnum. Þau eru ótrúlega þægileg en krúttleikinn var samt klárlega það sem dró mig fyrst að þeim. Ég elska að buxurnar séu með stroffi að neðan, og þær eru líka haár upp í mittið sem mér finnst algjört must á náttbuxum. Mér finnst ómissandi fyrir jólatímabilið að eiga falleg og þægileg náttföt, þar sem maður eyðir mestum tíma dagsins í svoleiðis fatnaði. Þessi verða hiklaust í stanslausri noktun um jólin!

img_6911

Buxurnar eru á 2990kr og peysan á 2490kr, sem er alveg ótrúlega flott verð. Tilvalin jólagjöf fyrir góða vinkonu, frænku, systur eða mömmu.

.

img_6959

Fyrst að við erum komin í jólagírinn langaði mér líka að deila með ykkur mynd af aðventuskreytingunni minni, ef einhver skyldi vera á seinasta snúningi með að græja sína skreytingu eða krans. Mig langaði að hafa hann mjög jólalegan, en ég lagði nokkrar grenigreinar á disk sem ég fékk í Ikea en kertin fékk ég einmitt líka þar. Ég skreytti svo með hvítum dádýrum, hvítum stjörnum, rauðum kúlum, könglum með gylltu glimmeri og rauðum glimmerfuglum. Skrautið fékk ég ýmist í Byko eða Húsasmiðjunni. Ég var enga stund að henda þessari skreytingu saman þegar ég var komin með efniviðinn og ég er bara nokkuðu ánægð með hana!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: