Fyrir&Eftir: Svartur Marmaraskenkur

Færslan er ekki kostuð.

Mig langaði svo mikið að sýna ykkur heimilisverkefnið sem ég fór í í dag – já því þegar maður er í prófum þá getur maður nefnilega mjög auðveldlega fundið sér eitthvað allt annað að gera. En um daginn fékk ég algjörlega ógeð á skenknum sem ég er með inni á gangi hjá mér, en það hefur aldrei verið neitt lagt í að gera hann fallegan. Hann var frekar illa farinn svo ég var með dúk á honum, og hafði svo eiginlega bara “hent” einhverju á hann. Um daginn ákvað ég svo að nú yrði ég að gera eitthvað í þessum skenk svo ég pantaði mér svarta marmarafilmu á Ebay og nældi mér í nokkra hluti sem ég ýmindaði mér að gætu verið fallegir við. Niðurstöðurnar sjáið þið hér að neðan!

fyrireftir.jpg

Eins og þið sjáið á Fyrir myndinni þá var ekki mikill metnaður lagður í að gera skenkinn fallegan, en það varð einmitt til þess að ég og sambýlismaðurinn vorum alltaf að henda einhverju drasli á hann svo hann varð ennþá subbulegri – ég er sannfærð um að það gerist ekki lengur!

.

img_6770img_6763img_6756

Eins og áður sagði keypti ég filmuna á Ebay en mig minnir að ég hafi leitað að ‘Black Marble Contact Paper’ til að finna filmuna. Fyrir þetta verkefni valdi ég vínyl filmu, en hún er þykk og með glansandi áferð. Vegna þess hvað hún er þykk var einstaklega auðvelt að setja hana á, en hún lagðist mjög vel á um leið og maður fletti bréfinu aftanaf líminu. Ég notaði hinsvegar kökukefli til að vera viss um að hún færi alveg slétt á, og ég fékk engar loftbólur undir. Það er best að vera tveir við verkið ef maður ætlar að setja á svona stóran flöt, en Heiðar stóð öðru megin og hélt filmunni og fletti bréfinu á meðan ég kökukefl-aði lítinn part í einu. Munið að kíkja alltaf á stærðina á filmunni, og sérstaklega ef þið ætlið að setja á svona stóra fleti. Það er miklu þægilegra að vera með filmu sem hægt er að setja beint á og ekki þarf að klippa til, þá sleppur maður líka við samskeyti sem myndast.

.

img_6746

Við ákváðum að setja filmuna niður fyrir kantinn, til að fá effect eins og um marmaraborðplötu væri að ræða. Við staðsettum filmuna nokkurnveginn miðja á skenkinn, og svo brutum við bara endann undir kantinn. Það er svo alltaf smá föndur hjá hornum og köntum en best er að vera með dúkahníf eða mjög smá skæri til að frágangurinn verði sem fallegastur.

.

img_0020

Ég gæti eiginlega ekki verið sáttari með útkomuna en loksins er skenkurinn minn orðinn fallegur! Ég elska að filman sé svona þykk því þá verður hún ennþá jafnari og glansandi áferðin finnst mér líka gera mikið. Það er hægt að fá svona filmur í allskonar efnum og áferðum og það þarf ekkert endilega að velja glansandi filmu.

.

img_6705

Ég notaði smá af afgangnum af filmunni til að setja í rammann sem þið sjáið á borðinu, en ég er reyndar að hugsa um að setja eitthvað í miðjuna á “myndinni” svo að marmaramunstrið verði eins og bakgrunnur – ég leyfi ykkur að fylgjast með því! Í vasann sem stendur á bakkanum ætla ég svo að setja hvíta strútsfjöður – en ég pantaði mér svoleiðis á Ali Express um daginn og þær eru nú á leiðinni til mín.

.

img_0023

Ég borgaði um $20 fyrir filmuna, en það gerir undir 2500kr íslenskar – og fyrir splunkunýjan skenk! Eða mér finnst allavega eins og ég sé komin með alveg nýtt húsgagn og ég gæti ekki verið sáttari með útkomuna.

.

img_6694

Hvað finnst ykkur?

Endilega fylgist með fleiri verkefnum á Snapchat: gydadrofn

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: