Ég mæli með: Aqua Boost Essence Lotion frá the Body Shop

Færslan er í boði the Body Shop á Íslandi.

Eins og ég sagði ykkur á Snapchat (gydadrofn) þá er ég í skemmtilegu samstarfi við verslanir the Body Shop núna í nóvember. Ég er ótrúlega hrifin af skincare vörunum frá merkinu, en það var ein vara sem heillaði mig strax og mig langar að segja ykkur betur frá.

img_6535

Varan er úr Vitamin E línunni og heitir eins og nafnið á færslunni gefur til kynna: Aqua Boost Essence Lotion. Uppá síðkastið hafa fleiri og fleiri snyrtivörumerki komið með svokölluð Essence Lotion, en varan er ættuð frá landi þar sem húðumhirða er tekin mjög alvarlega: Kóreu. Ef þið hafið heyrt um týpíska kóreska skincare rútínu þá inniheldur hún gjarnan 10 mismunandi vörur – og það er því engar ýkjur þegar talað er um að kóreskar konur hugsi um húðina sína eins og gull. Í raun eru Essence Lotion ekki ósvipuð serumi, og eru notuð á sama stigi húðumhirðunnar, semsagt: eftir að húðin hefur verið hreinsuð, en áður en að krem er borið á.

.

IMG_6536.jpg

Þetta Essence Lotion frá Body Shop er frekar þykkur og skýjaður vökvi, sem að þornar á nokkrum sekúndum eftir að hann er borinn á. Hann undirbýr húðina fyrir það sem koma skal á eftir, og gerir það að verkum að hún getur betur tekið við raka og þeim virku efnum sem leynast í kreminu. Ég nota þetta kvölds og morgna áður en rakakremið fer á húðina, og finnst ég vera að dekra húðina mína ennþá meira en venjulega. Þessi vara er líka tilvalinn fyrir komandi vetur, þar sem oft er erfiðara fyrir húðina að halda í raka í köldu veðri. Þessu er hægt að bæta inn í hvaða húðumhirðurútínu sem er, óháð þeim vörum sem maður er að nota, og varan hentar öllum húðtýpum.

Fyrir húðumhirðuperra eins og mig mæli ég hiklaust með að prófa ❤

xxx

1 Comments on “Ég mæli með: Aqua Boost Essence Lotion frá the Body Shop”

  1. Pingback: Best Of: The Body Shop | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: