Uppskrift: Avocado Toast með eggjum

Færslan er ekki kostuð.

Eitt af því sem ég hef tekið með mér heim úr ferðalögum sumarsins var ást mín á avocado toast. Avocado toast er mjög þekktur morgunverðaréttur í ameríku til dæmis, og ef það var á matseðlinum þar sem ég fór að borða varð það undantekningarlaust fyrir valinu. Um daginn ákvað ég að gera tilraun til að búa til mitt eigið avocado toast á Snapchat og leyfði ykkur að fylgjast með. Vegna fjölda fyrirspurna ákvað ég svo að birta uppskriftina hér á blogginu svo hún sé aðgengileg fleirum. Mæli hiklaust með þessu – ég er algjörlega húkt!

img_6477

Avocado Toast – þú þarft:

1x Sneið af góðu brauði – ég mæli með Bóndabrauði frá Jóa Fel eða góðu súrdeigsbrauði

1x Avocado EÐA Guacamole

2x Egg

1/2 Sítróna

Salt og chillí krydd.

Smá ólívuolía.

Ég byrja á því að rista brauðið. Stundum nota ég venjulega brauðrist en það er líka fínt að skella því í mínútugrill þegar sneiðarnar eru stórar eins og hjá mér. Næst brýt ég eggin tvö í skál og hræri þau vel saman, og krydda með salti og pipar. Ef ég á mjólk til þá bæti ég matskeið af henni útí eggjablönduna. Eggin elda ég svo á pönnu, en lykillin af góðum hrærðum eggjum finnst mér vera að elda þau á lágum hita og hræra stanslaust í þeim. Ef ég nota avocado þá stappa ég það og bæti smávegis sjávarsalti við. Þegar brauðið er rétt að verða til tek ég það úr brauðristinni eða grillinu og pensla það létt með ólívuolíu – mér finnst gott að nota olíu með basilíkubragði. Ég set það svo aftur í grillið eða ristina í nokkrar sekúndur í viðbót og tek það svo úr og færi á disk. Ég set svo gott lag af avocado eða guacamole á brauðið, og kreisti safa úr hálfri sítrónu yfir. Næst færi ég eggin ofan á avocadoið og dreifi chillí kryddi yfir.

Þetta er fáránlega gott og mér finnst þetta fullkomið í brunch eða hádegismat!

Ég minni svo á snapchattið mitt: gydadrofn – en þar deili ég með ykkur hinu og þessu.

 Njótið vel ❤

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: