Ég elska: Soap Brows!

Færslan er ekki kostuð.

Jæja kæru lesendur! Seinustu vikur ef ekki mánuð er ég búin að vera að prófa mig áfram með fyrirbærið Soap Brows. Ef þið fylgist með sömu Youtube-erum og ég hafið þið örugglega heyrt um það, en ef ekki þá snýst það nákvæmlega um það sem þið haldið – jú að setja sápu í augabrúnirnar sínar.

img_6386

Hverjum hefði nú dottið í hug að hið auðmjúka sápustykki væri nýjasta fegurðarleyndarmálið? Þið ættuð nú reyndar að vita að ég set það ekki fyrir mig að nota óhefðbundna hluti í þessu skyni, og því var ég einstaklega spennt þegar ég heyrði aðra vera að lofsama soap brows. Ég er því búin að vera að prófa mig áfram, og komast að því hvernig mér finnst langbest að gera þetta. Ég hef komist að því að mér finnst must að sápustykkið sé glært, eða allavega svona hálfglært eins og þetta á myndinni. Og þá er ég að meina að það sé ekki svona hvítt sápustykki, þar sem það skilur eftir örlítið af hvítum keim. Ég fór í leiðangur í seinustu ameríkuferðinni minni og tilkynnti samstarfsfélögum mínum að nú væri ég farin í Whole Foods í leit að glæru sápustykki til að vera með brows on fleek. Þið getið kannski ýmindað ykkur svipinn sem ég uppskar.

.

img_6269-copy

Eins og ég sagði áður fékk ég mitt sápustykki í Whole Foods í Bandaríkjunum, en ég er viss um að það er til sambærilegt sápustykki hér á Íslandi. Leitið bara að stykki sem er helst ekki alveg hvítt. Ég nota svo einnota maskaragreiður sem ég á til á lager, og kaupi fyrir klink á Ebay, en það er auðvitað hægt að nota margnota augabrúnagreiður og þrífa þær á milli. Það sem ég geri svo er að spreyja einni sprautu af rakaspreyi (Fix+ frá Mac eða hvaða spreyi sem er) beint á sápustykkið, og nudda svo greiðunni uppúr sápunni. Það er líka hægt að bleyta greiðuna bara með vatni og nudda henni svo upp úr sápunni, en þar sem ég nenni yfirleitt ekki að standa upp til að fara inn á bað verður hitt yfirleitt fyrir valinu. Næst greiði ég svo í gegnum brúnirnar með sápunni, en sápan þornar svo og virkar eins og vax fyrir hárin í augabrúnunum. Ég elska hvað þær verða miklu meira defined og hárin fara ekki af sínum stað allann daginn! Á myndinni getið þið séð muninn fyrir og eftir með sápunni, en þær verða eins og þið sjáið ennþá mótaðari og hvert og eitt hár á sínum stað. Ég er búin að komast að því að mér finnst best að bera sápuna í eftir að ég fylli inn í brúnirnar með augabrúnavöru – annars fannst mér stundum varan ekki ná að festast í brúnunum.

Ég hvet ykkur innilega til að prófa! Ég er alveg orðin húkt á sápunni og nota hana á hverjum einasta degi.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: