Uppskrift: Gulur maski fyrir glæsilega húð!

Færslan er ekki kostuð.

Mikið er nú gott að vera komin í tilraunasloppinn aftur! Í dag er ég með dásamlegan andlitsmaska sem inniheldur undraefnið túrmerik. Túrmerik er ekki bara rosalega gult á litinn og gott í indverska matargerð heldur hefur það mikið af frábærum kostum fyrir húð og líkama – það minnkar bólgur í líkamanum og er bakteríudrepandi, ásamt því að gefa húðinni fallegan ljóma. Það er því tilvalið í maska sem dregur úr þrota og þreytu, og skilur húðina eftir fallega ljómandi eins og okkur allar dreymir um! Túrmerik á víst líka að vera frábært í baráttunni við acne og önnur húðvandamál eins og rósroða og exem, og hefur verið notað í áraraðir af indverskum konum.

.

img_6155

Til að gera maskann að algjörum ofurmaska sameinaði ég túrmerik með grískri jógúrt og hunangi. Þið hafið nú eflaust oftar en einu sinni heyrt mig tala um hunang, en það er örugglega í næstum öllum maska uppskriftum hér á síðunni! Hunang er stútfullt af andoxunarefnum og er bakteríudrepandi, nærandi og róandi fyrir húðina og getur þannig unnið bæði á öldrunareinkennum og bólum. Mjólkursýran í jógúrtinu hjálpar til við að losa húðina við dauðar húðfrumur, ásamt því að minnka svitaholur, og er frábær grunnur í maska. Túrmerikið er svo eins og áður sagði bakteríudrepandi og bólgueyðandi og á með tímanum að hjálpa til við að minnka dökka bletti og ör og skilja húðina eftir ljómandi. Það besta við maskann er samt hversu ótrúlega fínn og sætur maður er með þetta skærgula gums á andlitinu!

Uppskrift:

1,5 matskeið grísk jógúrt

1 teskeið hunang

1/2 teskeið túrmerik

Öllu hrært saman í skál, og síðan borið á andlitið – mér finnst best að nota bursta. Maskinn er svo látinn bíða í 15-30mínútur, eða þar til hann er alveg þornaður.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: