Fall Inspo
Færslan er ekki kostuð.
Vá hvað haustlitadýrðin hérna í hrauninu í Garðabæ er ofboðslega falleg. Haustið er einn af mínum uppáhalds árstímum – fyrir utan rigninguna og rokið sem gjarnan fylgir. Mig langaði að deila með ykkur myndum sem veita mér innblástur fyrir falleg haust-outfit. Mér finnst hnéhá stígvél, fallegar peysur og stórar kápur vera áberandi þetta haustið en sjálf er ég er nýbúin að fjárfesta í hnéháum stígvélum, og næst á dagskrá er að finna hina fullkomnu oversized peysu. Ég fer í það verkefni á næstu dögum og hlakka til að deila með ykkur outfit myndum!
Myndir eru fengnar af vefsíðunni Pinterest.com.
xxx