NYX Flagship Store Grand Opening

Vörur í færslunni eru keyptar af höfundi sjálfum.

Það hefur varla farið framhjá ykkur að einn stærsti förðunarviðburður ársins er á morgun! En þá mun Nyx opna sína fyrstu Flagship búð á Íslandi. Opnunin verður haldin hátíðleg hjá Hagkaup Kringlunni frá kl.12 á morgun, og sjálf er ég alveg ótrúlega spennt að sjá búðina sjálfa. Í kvöld fer ég á Masterclass á vegum Nyx og hlakka ég mikið til að fá að fræðast meira um vörurnar. Ég er sérstaklega spennt fyrir Contour pallettunni, Lingerie varalitunum, Pigmentunum og hyljarapallettunum.

IMG_5992.jpg

Ein af mínum allra fyrstu snyrtivörum (og klárlega fyrsta augabrúnavaran mín) var augabrúnapalletta frá Nyx. Síðan þá er ég alls ekki búin að vera nógu dugleg að prófa vörur frá merkinu, en ég veit að það mun breytast með tilkomu þessarar flottu Flagship verslunar. Í sumar hef ég verið að næla mér í nokkrar vara-vörur frá merkinu, og eru þær komnar í algjört uppáhald hjá mér. Ykkur finnst þær kannski vera allar alveg eins á litinn en ég lofa að þær eru það ekki. Soft Matte Lip Cream er eins og fljótandi varalitur en formúlan er eins og mjúkt krem, og litirnir þurrka þannig ekki varirnar. Abu Dhabi er minn allra uppáhalds litur en hann er hinn fullkomni nude. Butter Glossin eru örugglega bestu gloss sem ég hef prufað, en þau eru eins og nafnið gefur til kynna þykk og mjúk eins og smjör og klessast ekki. Þau eru svo einnig til í Intense formúlu, en þá eru glossin mjög pigmentuð og meira eins og fljótandi varalitur með glossáferð. Tiramisu er minn allra uppáhalds litur.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: