Uppskrift: Súkkulaði-smoothie morgunmatur!

Færslan er ekki kostuð.

Rétt upp hönd sem langar að borða súkkulaðibúðing í morgunmat? Ef þú réttir ekki upp hönd þarftu ekki að örvænta því þennan smoothie er líka alveg hægt að borða seinna um daginn – hann er hinsvegar tilvalinn sem morgunmatur.

img_5982

Ég bjó mér til þennan silkimjúka og dásamlega smoothie í morgun eftir að hafa rekist á uppskriftina á blogginu Running With Spoons, sem ég hef fylgst með í um ár. Þar er oft að finna þrælsniðugar, bragðgóðar og hollar uppskriftir svo ef ykkur langar að fylgjast með Amöndu sem bloggar þar mæli ég algjörlega með henni. Þessi uppskrift af súkkulaði smoothie greip strax auga mitt, enda er ég súkkulaðifíkill með meiru. Það sem mér fannst sniðugt var að þetta er svokallaður overnight smoothie. Uppskriftin er því undirbúin kvöldinu áður og það eina sem þarf að gera daginn eftir er að setja blandarann í gang. Ég var enga stund að henda hráefnunum í Nutribullet glasið mitt í gærkvöldi, og svo smellti ég því bara í gang í morgun. Útkoman var algjörlega dásamleg og ég mæli eindregið með að prófa.

.

img_5980

Overnight súkkulaði smoothie

(uppskrift frá Running With Spoons HÉR)

1/2 bolli hafrar

1 msk. chia fræ

1 msk. möndlusmjör

2 msk. hreint kakó

1 bolli möndlumjólk

1 msk hlynsíróp

1/2 tsk. vanilludropar eða vanilluextract

Öll hráefni eru sett í blandarakönnu eða glas, og þeim hrært vel saman. Næst er blandan sett inní ískáp yfir nótt, eða amk. 3 klukkutíma. Síðan er blandan tekin úr ískáp og blönduð í blandara. Ef hún er of þykk er hægt að setja aðeins meiri möndlumjólk út í.

Fyrir þá sem vilja búa til sína eigin möndlumjólk er ég með frábæra uppskrift HÉR.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: