Ég elska: Maybelline Vivid Matte Liquid

Vörur í færslunni eru fengnar að gjöf.

Ég var sko ekkert að grínast í ykkur þegar ég sagði ykkur í seinustu færslu að haustið yrði alveg sjúklega spennandi í snyrtivöruheiminum! Hvert merkið á fætur öðru kynnir spennandi nýjungar sem verður gaman að prófa sig áfram með í haust og vetur. Ég er búin að bíða lengi eftir vörunni sem ég ætla að segja ykkur frá í dag, en það eru nýjir mattir liquid lipsticks frá Maybelline ❤

img_5967

Ég keypti minn fyrsta svona varalit í Ameríku í sumar, og er búið að klæja í puttana að kaupa mér fleiri þar í allt sumar svo ég var heldur betur glöð að fá þá til landsins. Þetta eru fljótandi varalitir og eins og nafnið gefur til kynna eiga þeir að vera mattir. Ég myndi hinsvegar ekki kalla áferðina alveg matta, heldur frekar kremaða matta. Formúlan minnir helst á flauelsmjúka súkkulaðimús – og hver myndi ekki vilja hafa hana á vörunum! Þeir þorna svo aðeins en eins og ég segi ekki algjörlega, heldur haldast þeir kremaðir. Það er því ótrúlega þægilegt að vera með þá, og þeir henta líka þeim sem eru með þurrar varir og geta ekki notað alveg matta varaliti. Mér finnst æði að nota þá í fluginu, því að í flugvélum þornar allt og ég vil ekki að varirnar mínar þorni um of og verði þurrar.

.

img_5963

Litirnir sem komu til landsins eru sex talsins, og þar má bæði finna nude litaða sem og skæra og bjarta liti.

.

img_5953-copy

Hér sjáið þið swatch mynd af öllum litunum á húðinni. Eins og þið getið kannski giskað á dregst ég helst að þessum efsta og neðsta, en það eru nude lituðu varalitirnir í línunni. Númer 05 – Nude Flush er sá sem ég er búin að eiga í allt sumar og nota mikið, en hann er ótrúlega fallegur bleiktóna nude. Ég sé fyrir mér að rauði liturinn númer 35 verði ótrúlega fallegur fyrir jólin, og svo er ég mjög spennt fyrir að prófa að gera lúkk með þessum berjalitaða.

Varalitina er hægt að nálgast á næsta sölustað Maybelline.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: