Yves Saint Laurent Autumn

Færslan er unnin í samstarfi við YSL á Íslandi og vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

Núna þegar haustið er komið í öllu sínu valdi fara nýjungar að hrúgast inn hjá hverju snyrtivörumerkinu á fætur öðru. Ég held í alvörunni að þetta haust sé með þeim skemmtilegustu frá upphafi hvað nýjungar og skemmtilegar vörur varðar – mér finnst ótrúlega mörg merki luma á fáránlega spennandi nýjungum í ár og ég hlakka til að sýna ykkur meir! Í dag langar mig að sýna ykkur nokkrar vel valdar vörur úr haustlínu YSL.

.

img_5905

Hjá YSL eru áberandi litir í varalitum, dökkir litir í kringum augu og mattar og glitrandi áferðir í bland. Fyrir augun og neglur eru dökkgrænir og plómulitaðir áberandi, og svo kemur í fyrsta skipti contour palletta frá merkinu!

.

img_5906

Contour pallettan kemur í tveim litum, Golden Glow og Rosy Glow, en þessi sem þið sjáið á myndinni er Rosy Glow. Pallettan er ekki ætluð til að vera contour palletta sem gerir mjög skarpar skyggingar, heldur frekar svona “non-touring” – en það snýst um að gefa andlitinu dýpt og hlýju án þess að skyggingarnar verði of skarpar. Ljósi liturinn finnst mér vera fullkominn til að setja hyljarann á þeim svæðum sem ég nota hann til að lýsa upp húðina – undir augum, á miðju enni, nefi og höku. Dökki liturinn er ótrúlega fallegur og gefur fallega hlýju og dýpt án þess að vera of mikið – fullkomið fyrir hversdagsnotkun t.d.!

.

img_5908

Í haustlínunni koma þrír mattir litir, en allir eru þeir mjög skærir og áberandi. Þessi sem ég á er númer 211. Liturinn er ótrúlega fallegur og litsterkur, og áferðin er demi-matte myndi ég segja. Þeir þorna ekki alveg mattir og þurrir, en áferðin er kremuð og mött. Þessi fannst mér haldast ótrúlega vel á!

.

img_5903

Ég skil eiginlega bara ekkert í mér að hafa ekki eignast þessa vöru fyrr! Þessi Volupté Tint-In-Oil gloss er eins og nafnið gefur til kynna með olíu í, sem er eitthvað sem ég er ótrúlega hrifin af. Þennan er ég búin að vera með í flugfreyjveskinu síðan ég fékk hann, enda er hann bæði nærandi og gefur vörunum fallegan glans og léttan blæ. Liturinn er númer 9 og er nude litaður og dregur fram tóna í náttúrulegum lit varanna. Ég er algjörlega háð þessari vöru og ég eeeelska ásetjarann – hann hefur dæld sem passar fullkomlega á varirnar og gerir það ennþá auðveldara að bera vöruna jafnt á varirnar!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: