#multimasking

Færslan er ekki kostuð.

Í gær fór ég á skemmtilegan viðburð á vegum L’oreal á Íslandi, en þar voru kynntir til leiks þrír nýjir leirmaskar sem ég held að eigi eftir að slá í gegn hér á Íslandi!

IMG_5897.JPG

Pure Clay línan inniheldur þrjá maska: þann svarta, græna og rauða. Í gær fengum við að gjöf þann svarta, og svo annaðhvort þann græna eða rauða eftir því hvor hentaði okkar húð betur. Ég valdi mér þann rauða en ætla samt klárlega líka að prófa þann græna við fyrsta tækifæri. Við fengum líka tvo bursta frá Real Techniques sem eru einmitt tilvaldir til að bera maskana á andlitið. Maskarnir þrír eru fullkomnir í hið svokallaða multimasking, en ég er búin að taka mikið eftir hugtakinu á samfélagsmiðlum seinustu vikur. Multimasking snýst um það að í staðinn fyrir að nota einn maska yfir allt andlitið sem hentar samt kannski bara T-svæðinu eða bara kinnunum – að bera frekar mismunandi maska á mismunandi svæði húðarinnar eftir því hvað hentar þeim best! Ég er ótrúlega hrifin af þessu hugtaki enda meikar það voða mikinn sens. Ég er sjálf með stærri svitaholur og meiri olíumyndun á T-svæðinu heldur en á restinni af andlitinu.

.

img_5901

Svarti maskinn er hinn svokallaði Detox maski, en hann inniheldur ásamt leirnum kol. Kol eru búin að vera mikið í tísku í húðumhirðu, en þau virka eins og segull á óhreinindi og hreinsa þannig húðina einstaklega vel. Rauði maskinn inniheldur rautt algae ásamt apríkósu-kornum, sem að nærir og endurnýjar húðina og minnkar sýnileika svitahola. Báðar formúlurnar eru ótrúlega kremaðar og algjör dásemd að bera á. Græni maskinn inniheldur svo Eucalyptus þykkni sem að djúphreinsar og sótthreinsar húðina ásamt því að draga úr olíumyndun.

.

IMG_5892.JPG

Hér sjáið þið mitt multimasking, en ég notaði svarta maskann á T-svæðið, og þann rauða á restina á andlitinu. Þið getið séð þar sem svarti maskinn er aðeins byrjaður að þorna hvernig hann hefur sogað óhreinindi upp úr svitaholunum. Það er ótrúlega gaman að fá að sjá virknina svona vel en ég viðurkenni samt að mig langaði alls ekki að vita hvað ég væri með margar svitaholur. Eftir að ég skolaði maskann af mér var húðin mín svo ótrúlega slétt og falleg, og svitaholurnar lokaðar og miklu minna sýnilegar. Sá rauði gaf mér ótrúlega mikla næringu og ljóma en þegar ég skolaði hann af nuddaði ég honum inn í húðina til að fá alla virknina frá apríkósukornunum. Ég mæli algjörlega með þessum dásamlegu möskum og því að multimaska – en ég er viss um að það hugtak er komið til að vera!

Maskarnir eru nú þegar mættir í verslanir og fást á sölustöðum L’oreal, t.d. í Hagkaup og apótekum.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: