Lancôme x Sonia Rykiel

Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

Ég get eiginlega ekki beðið lengur með að sýna ykkur þessar fallegu línu, en haustlúkkið hjá Lancôme kom út á dögunum. Lúkkið var hannað af fatahönnuðinum Soniu Rykiel, en hún lést núna í lok ágúst og er línan því eitt af hennar lokaverkum. Ég er viss um að vörurnar eiga eftir að verða safngripir, og ég er varla búin að þora að pota í þær sjálf – allavega ekki áður en ég tæki myndirnar!

.

img_5701

Hér sjáið þið þær vörur sem ég fékk að eignast úr línunni. Naglalökkin tvö finnst mér ótrúlega falleg en þið getið örugglega giskað á að það hvíta fer beint á neglurnar. Blýantarnir tveir eru tvöfaldir varablýantar sem innihalda kremaðan glosslit öðru megin, og djúpan lit hinumegin. Svo er það varan sem er í mínu uppáhaldi – augnskuggapallettan sem er algjör dásemd!

.

img_5698

Í línunni eru tvær augnskuggapallettur, þessi sem er hér á myndinni og inniheldur mjúka brúna og bleika tóna – og svo önnur sem inniheldur meri bláa tóna. Litirnir í þessari pallettu finnst mér alveg dásamlega fallegir og akkúrat litir sem henta mér. Pallettan er sambland af möttum og fallega glitrandi litum, og litirnir eru ótrúlega mjúkir og fágaðir.

.

img_5689

Bakvið silfraða lokið eru svo tveir dekkri litir sem hægt er að nota sem eyeliner, ásamt einum ljósum lit. Þegar pallettan er opnuð fylgja tillögur að notkun litanna með á speglinum, sem er frábært fyrir þá sem vantar hugmyndir. Sjáið þið bara þessa fegurð!

.

img_5687

Mig langaði að sýna ykkur hvernig tvöföldu varablýantarnir eru á húðinni, þar sem mér fannst sjálfri mjög erfitt að ýminda mér hvernig kremaður glosslitur í blýantaformi kæmi út. Að ofan sjáið þið svarta blýantinn í litnum M02, en til vinstri er glossliturinn og til hægri djúpi liturinn eins og þið getið örugglega giskað á. Með því að byrja á að nota kremaða glosslitinn á ystu hluta varanna, og svo þann djúpa aðallega á innri hluta þeirra er hægt að fá ótrúlega fallegt blurred effect. Að neðan er svo hvíti blýanturinn í A01, en hann er appelsínugulari og bjartari en hinn liturinn.

Fyrir þá sem hafa tækifæri til mæli ég með að næla sér í dýrgripi úr þessari línu ❤

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: