Confessions Of a Shopaholic vol. 7

Færslan er ekki kostuð og vörur voru keyptar af höfundi.

Það er nú orðið alltof langt síðan það kom inn færsla þar sem ég segi ykkur frá því sem hefur dottið alveg óvart ofan í pokann minn, finnst ykkur það ekki? Það er reyndar ekki vegna skorts á kaupum hjá mér – síður en svo. Ég er forfallinn kaupfíkill og þegar það kemur að snyrtivörum hef ég bara alls enga stjórn á mér. Þessir hlutir rötuðu á dögunum í innkaupakörfuna!

shopaholic

1. NARS All Day Weightless Luminous Foundation: Þetta er reyndar eina varan á listanum sem að fór í alvörunni alveg óvart í körfuna í Sephora. Ég ætlaði nefnilega að kaupa mér nýtt Sheer Glow en greip þetta alveg óvart í staðinn. Ég ætla samt að eiga það og prófa, en þessi farði er með mattari áferð og meiri þekju en Sheer Glow. Hann á að endast ótrúlega vel, og ég hlakka til að prófa hann almennilega!

2. NUXE Reve de Miel Ultra-Nourishing Lip Balm: Þennan varasalva er ég búin að ætla mér að eignast ótrúlega lengi, og hann fékk loksins að koma heim með mér þegar ég fékk tækifæri til að hlaupa inn á flugvöllinn í Köben um daginn. Þetta er fullkominn nætur-varasalvi, ótrúlega þykkur og mýkjandi.

3. First Aid Beauty Eye Duty Triple Remedy Overnight Balm: Ég er búin að hafa augastað á þessu augnkremi í svolítinn tíma, enda á ég það til að verða mjög þurr á augnsvæðinu. Þetta krem má fara bæði í kringum augun og á augnlokin, og er ótrúlega nærandi og gott að bera á fyrir nóttina.

4. Becca Backlight Priming Filter: Eftir að hafa horft á Ride or Die tagg myndbandið hjá Jaclyn Hill, þá ákvað ég í eitt skipti fyrir öll að ég þyrfti þennan primer. Hann er þunnur og gerir húðina ótrúlega fallega ljómandi.

5. Kylie Cosmetics Literally Gloss: Ég eignaðist fyrsta glossið frá Kylie á dögunum, en það er mjög sambærilegt NYX Intense Butter glossinu. Liturinn er reyndar mun ljósari en ég hélt, en glossið er mjög pigmentað og eiginlega eins og fljótandi varalitur með glossáferð.

6. Caudalie Beauty Elixir: Eftir að Desi Perkins dásamaði þetta sprey í skincare vídjóinu sínu varð ég að eignast þetta. Þið sjáið kannski að mikið af mínum snyrtivörukaupum eru undir áhrifum frá mínum uppáhalds youtuberum, enda finnst mér frábært að horfa á skemmtileg myndbönd og fá hugmyndir af nýjum vörum. Ég mæli hiklaust með þessu spreyi en það gerir húðina sléttari og gefur henni ljóma.

7. Lancome Absolue Powder í litnum Absoulute Golden: Ég fann þetta púður í Nordstrom um daginn eftir mikla leit, en það er líka eitt af því sem Jaclyn Hill er búin að dásama. Þetta er laust púður með miklum ljóma, sem er ótrúlega fallegt að bera á andlitið með stórum bursta á eftir farða.

8. Sugar Advanced Lip Therapy: Ég held að þetta sé fjórða stykkið sem ég eignast af þessum varasalva, en hann er einfaldlega bestur. Varirnar verða silkimjúkar og ekki skemmir fyrir að hann ilmar af sítrónu!

9. Too Faced Born This Way Concealer: Ég ákvað að prófa þennan hyljara þó að ég hafi svosem ekki heyrt alltof mikið um hann. Hann lofar mjög góðu við fyrstu notkun, en mér finnst hann hylja vel án þess að vera of þurr.

10. Becca x Jaclyn Hill Split Pan Flowechild and Champagne Pop: Maður á aldrei nóg af Champagne Pop! Ég ákvað að næla mér í þetta combó, en kinnaliturinn Flowerchild er alveg einstaklega sætur.

11. Kiko Water Eyeshadow litir 200 og 208: Það voru mínir yndislegu Snapchat fylgjendur sem bentu mér á þessa flottu augnskugga, en þeir nýtast einnig sem highlighter. Annar liturinn er aðeins meira gylltur (208) á meðan hinn er meira kampavínslitaður (200).

12. Kiehls Ultra Facial Cream: Eftir alltof margar ferðir í Kiehls án þess að kaupa neitt, ákvað ég loksins að þetta krem yrði það fyrsta sem ég prófaði frá merkinu. Kremið er þykkt rakakrem sem á að henta sérstaklega vel við erfiðar veðuraðstæður, og mér fannst það akkúrat tilvalið fyrir veturinn!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: