Essie Collection

Færslan er ekki kostuð.

Um daginn fékk ég skemmtilega beiðni á Snapchat, en þá var ég beðin að sýna ykkur allt Essie safnið mitt. Mér fannst eiginlega bara betri hugmynd að gera það hér á blogginu svo hægt sé að glugga aftur í færsluna ef einhvern langar til. Ég er nýbúin að laga til í naglalakkahillunum mínum, og ákvað að nú yrðu bara Essie lökk þar – enda fer safnið alltaf sístækkandi og þetta eru einfaldlega mín uppáhalds naglalökk. Nú á næstunni sé ég fram á að þurfa að bæta við fjórðu hillunni, því safnið mitt stækkar alltaf jafnt og þétt og eins og staðan er núna er ekki pláss fyrir eitt lakk í viðbót. Næst á dagskrá er að eignast fleiri liti af gel-lökkunum í snúna glasinu, en þau þykja mér algjört æði. Hér á næstu mynd sjáið þið alla litina númeraða og nöfnin á litunum. Athugið að sumir litir eru úr limited edition línum og ekki alltaf í stöðluðu úrvali, og eins eru örfáir sem eru keyptir erlendis og ekki í úrvali hér eins og er. Í efstu hillunni eru undir og yfirlökk, og svo taka litirnir við í hillum tvö og þrjú.

P.s. Hillurnar eru rammahillur úr IKEA (þessar HÉR), en ég lét saga af endanum fyrir mig svo þær eru 40cm á lengd.

.

essie41

1.First Base, 2. Brilliant Service, 3. All in One Base , 4. Second Shine Around, 5. Super Duper, 6. Quick-E, 7. Help Me Grow, 8. Matte About You, 9. Grow Stronger, 10. Apricot Oil, 11. Gel Setter, 12. Blanc, 13. Ballet Slippers, 14. Coconut Cove, 15. Fiji, 16. Urban Jungle, 17. Between the Seats, 18. Master Plan, 19. Cocktails and Coconuts, 20. Lady Like, 21. Topless and Barefoot, 22. Spin the Bottle, 23. High Class Affair, 24. Resort Fling, 25. Lounge Lover, 26. Peach Daquiri, 27. Berried Treasures, 28. Hiking Heels, 29. Urban Texstiles, 30. Loot the Booty, 31. Viva Antigua, 32. Mint Candy Apple, 33. Lapiz of Luxury, 34. Bikini So Teeny, 35. Saltwater Happy, 36. Shades On, 37. Groom Service, 38. Lilacism, 39. Go Ginza, 40. Gel Couture Top Coat, 41. Gel Couture Spool Me Over.

Eins og þið kannski sjáið er ekki mikið um mjög skæra eða dökka liti í safninu mínu, en ég er langhrifnust af ljósum litum. Númer 15 – Fiji er og verður held ég alltaf minn allra uppáhalds, en ég er að klára annað glasið mitt af honum. Eitt sem er gott að vita um Essie að ef að þið kaupið Essie lökk í Bandaríkjunum, þá er burstinn öðruvísi og eins eru litirnir ekki alveg eins. Fiji frá USA er til dæmis mjög ólíkur Fiji hérna í Evrópu, en sá ameríski minnir miklu frekar á hinn evrópska Romper Room. Ég er sjálf mun hrifnari af burstanum sem er í Evrópu og hér heima, en hann er breiðari og með honum næ ég yfir nöglina í einni stroku.

.

img_5279

Efsta hillan inniheldur eins og ég sagði áður styrkingar, undir og yfirlökk, ásamt þurkdropunum góðu. Á myndinni hér að neðan sjáið þið þau sem mér finnst vera ‘must have’. 

img_5274

Appelsínugula apríkósuolían er algjörlega frábær, og hana nota ég á milli þess sem ég er með naglalakk. Mér finnst gott endrum og eins að gefa nöglunum mínum smá frí frá naglalakki, og þá er ég dugleg að bera olíuna á nokkrum sinnum á dag. Hún er næring bæði fyrir neglur og naglabönd. Eftir að Help Me Grow styrkingin hætti í sölu þá hef ég verið að nota Grow Stronger sem styrkingu/undirlakk, en það er þessi bleika á myndinni. Hún er ótrúlega fín og hefur verið að reynast nöglunum mínum mjög vel. Gel setterinn er svo uppáhalds yfirlakkið mitt þessa stundina, en ég þarf einmitt að fara að endurnýja minn. Ég gæti svo varla lifað án Quick-E dropanna, en þeir láta lakkið þ0rna alveg í gegn á 60 sekúndum – og gera það að verkum að ég klessi ekki naglalakkið mitt í hvert skipti eins og áður.

.

img_5278

Í hillu númer tvö eru ljós og nude lituð naglalökk fremst, sem fara svo yfir í ferskjulituð og að lokum rauð. Þarna má til dæmis sjá uppáhalds lit íslenskra kvenna – Lady Like (númer 6) og auðvitað minn uppáhalds þarna fremst, Fiji. Eini rauði liturinn í safninu mínu er úr sumarlínunni í sumar, en rautt lakk er ekki alveg minn tebolli – ég er miklu meira fyrir ljósari liti.

img_5270img_5269

Hér sjáið þið nokkra í uppáhaldi, Topless and Barefoot er nýjasti liturinn í safninu en hann er frá Ameríku. Svo sjáið þið minn heittelskaða Fiji, ásamt öðrum sem er mikið í uppáhaldi – Cocktails&Coconuts. Hann er eiginlega nákvæmlega eins og Sand Tropez nema bara með örfínum glimmerögnum. Spin the Bottle er svo líka í miklu uppáhaldi, og svo er ég ótrúlega hrifin af High Class Affair sem kom í vorlínunni.

.

img_5275

Í neðstu hillunni eru grænir, bláir og fjólubláir tónar, ásamt glösunum tveim sem ég á úr gel línunni.

img_5266img_5268

Liturinn Lilacism held ég að sé sá sem situr í öðru sæti á uppáhalds listanum á eftir Fiji. Hann hefur verið mikið notaður enda einstaklega sætur fjólublár þar á ferð. Go Ginza keypti ég svo erlendis, en hann er með örlítð meira hvítu í. Minn uppáhalds blái er Saltwater Happy, en hann er ekki ólíkur vinsælasta Essie lit allra tíma – Bikini So Teeny, nema með örlítið meira af hvítu í. Mint Candy Apple er svo alltaf fallegur, en hann er aðeins ljósari á nöglun en á myndinni.

.

 

Hér sjáið þið svo nokkrar af þeim Essie myndum sem ég hef birt hér á blogginu, og ég hlakka til að sýna ykkur fleiri eftir því sem safnið mitt stækkar!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: