POP by Stella McCartney
Færslan er unnin í samstarfi umboð Stella McCartney á Íslandi og vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.
Í dag langar mig að segja ykkur frá nýjum ilm sem var að koma á markað frá Stella McCartney. Akkúrat núna sit ég á Keflavíkurflugvelli á leið til Alicante í smá frí, en við Heiðar bókuðum okkur ferð með örstuttum fyrirvara. Okkur finnst það eiginlega skemmtilegast þannig – þá þarf ekkert að bíða eftir ferðinni! Ég hef ekki heimsótt Alicante áður og hlakka til að sýna ykkur myndir þegar ég kem heim. En aftur að ilmnum! Getum við byrjað á að tala aðeins um umbúðirnar? Mér finnst glasið dásamlega fallegt, en það er umsnúin útgáfa af köntuðu Stellu flöskunni. Það er alltaf gaman að hafa falleg ilmvatnsglös uppivið og útlitið á glasinu skemmir svo sannarlega ekki fyrir.
Pop er hannaður fyrir nýja kynslóð sem er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir, eins og nafnið gefur svolítið til kynna. Ilmurinn finnst mér vera bjartur og léttur í fyrstu, en svo með ótrúlega hlýtt “hjarta”. Hann einkennist af sandelvið sem er kominn í mikið uppáhald hjá mér, ásamt tuberose blómum. Fyrstu tónarnir eru eins og ég sagði áður ótrúlega bjartir og áberandi, en hjartanóturnar gefa svo ákveðna hlýju án þess að vera þungar. Auglýsingaherferðin innihélt sterkar ungar konur sem fagna frelsinu í Kaliforníueyðimörkinni, og mér finnst það lýsa ilmnum einstaklega vel. Fyrir þá sem eru farnir að huga að jólagjöfum (too soon?) gæti þessi verið tilvalinn í pakka fyrir ungu kynslóðina, og ég mæli með að kíkja á hann við tækifæri!
xxx