Lulus.is

Færslan er unnin í samstarfi við Lulu’s á Íslandi og voru vörur í færlsunni fengnar að gjöf.

Í dag opnaði ný vefverslun hér á Íslandi, en hún selur dásamlega fallegar og góðar snyrtitöskur. Ég eignaðist töskurnar fyrir um tveim vikum, og er því búin að fá tækifæri til að pakka í þær og prófa. Ég hef aldrei áður átt almennilegar, góðar snyrtitöskur sem hýsa allt snyrtivörusafnið mitt þegar ég er að ferðast, en flestar töskur sem ég hef átt hef ég fengið gefins með snyrtivörukaupum eða þessháttar. Lulu’s töskurnar eru í allt öðrum flokki og ég er ótrúlega ánægð með þær! Þær koma í fjórum stærðum en hér að neðan sýni ég ykkur þær allar.

Beauty Cosmetic Bag Mini

IMG_5076

Hér sjáið þið minnstu stærðina, en hana er ég alltaf með í flugfreyjuveskinu mínu. Hún er nógu lítil til að komast auðveldlega fyrir í handtöskum, en nógu stór til að hýsa alla þá hluti sem maður þarf yfir daginn til að fríska upp á förðunnina. Innan á hliðunum á henni eru tvö minni hólf þar sem hægt er að geyma litla hluti eins og spennur, svo þær dreifist ekki út um alla tösku,

.

Beauty Cosmetic Bag Midi

IMG_5070

Miðstærðin myndi ég segja að væri hin fullkomna snyrtitöskustærð, þegar maður er að fara í styttri ferðir. Í hana kemst allt þetta helsta sem maður þarf ef maður t.d. fer í sund, í heimsókn til vinkonu sinnar, eða jafnvel í lengri ferðir fyrir þá sem nota bara sína uppáhalds hluti. Hún er nógu stór til að hýsa pallettur, sem er frábært því oft hef ég þurft að taka með mér sér tösku bara fyrir pallettur.

IMG_5066

Það eru líka hólf í hliðunum í þessari, eins og í Lulu’s Mini, sem er þægilegt til dæmis fyrir bómul og eyrnapinna, eða aðra smáhluti sem gæti verið óþægilegt að hafa í stóra hólfinu.

.

Beauty Bag

IMG_5060

Þessi er alveg tvímælalaust mitt uppáhald! Þessi stóra taska er nógu stór fyrir allt mitt hafurtask, en hún er það djúp að stærri hlutir eins og hreinsar og sprey geta auðveldlega staðið upprétt í henni.  Hún minnir mig á gamaldags “bjútíbox”, og hún gerir það ennþá auðveldara að skipuleggja snyrti- og húðvörur þegar maður er á ferðinni.

IMG_5056

Taskan er tvöföld en í efra hólfinu eru teygjur fyrir bursta, og í lokinu er svo rennt hólf. Innan í stóra hólfinu eru hólf meðfram hliðunum með teygju efst, og þar finnst mér gott að geyma bómul og eyrnapinna. Í efra hólfinu er hægt að geyma bursta, og svo geta jafnvel stærri pallettur legið ofaná. Rennda hólfið nýtist fyrir allt mögulegt, verkjatöflur, túrtappa eða hvað sem maður þarf að hafa með sér og finnst betra að hafa í lokuðu hólfi.

IMG_5052

Þessi snyrtitaska er búin að koma með mér í seinustu ameríkustopp, og ég er svo ánægð að þurfa loksins bara að taka með mér eina snyrtitösku sem rúmar algjörlega allt – en ekki þrjár eins og ég er vön.

.

Beauty Toilet Bag

IMG_5046

Þetta er stærsta týpan af töskunum en hana væri auðveldlega hægt að kalla gáminn. Í hana kemst bókstaflega allt. Stærstu hárspreyin mín passa fullkomlega í botninn, ásamt öllu öðru sem ég gæti þurft að taka með mér í lengri ferðir. Hreinsiburstinn minn, maskar, hárvörur og hreinsar leynast í henni núna þar sem ég er í helgarferð heima á Akureyri.

IMG_5044

Hér sjáið þið hversu mikið plássið er, og hún hefur líka hólf í hliðunum eins og hinar töskurnar.

.

IMG_5083

Hér sjáið þið svo alla Lulu’s fjölskylduna, en allar töskurnar koma í svörtum eða dröppuðum lit. Ég mæli hiklaust með þessum flottu töskum fyrir þá sem vantar nýja snyrtitösku, en ég finn á þessum að þær eiga eftir að endast mér lengi.

Í tilefni af opnun Lulus.is fáið þið 20% afslátt með kóðanum ‘gydalulus’ út daginn á morgun (mánudag 22. ágúst).

xxx

2 Comments on “Lulus.is”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: