Ég mæli með: Sloggi Invisible

Færslan er unnin í samstarfi við Sloggi á Íslandi og vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

IMG_2527.JPG

Ég veit ekki með ykkur en merkið ‘Sloggi’ hefur svo sannarlega fengið nýja ýmind í mínum huga seinustu ár. Sloggi framleiðir nefnilega ekki bara hvítar ömmunærbuxur, heldur ótrúlega falleg og hentug nærföt. Þegar ég frétti af því að Sloggi framleiðir líka fyrir Victoria’s Secret var ég ennþá meira impressed. Í sumar komu ótrúlega fallegir mjúkir toppar, sem ég hef verið að prófa.

IMG_2524

Ég held það séu að verða komin um tvö ár síðan ég gekk síðast í brjóstahaldara – fyrir utan eitt og eitt skipti. Mér finnst bara miklu betra dagsdaglega að vera í mjúkum og þægilegum toppum, og sérstaklega þegar þeir eru fallegir líka. Blúndutoppurinn frá Sloggi er bæði þægilegur og ótrúlega fallegur, og ég get hiklaust mælt með honum fyrir þær sem kjósa annað en venjulega brjóstahaldara, en vilja hafa smá hald í toppnum líka. Nærbuxurnar eru úr Invisible línunni og eru frábærar, þær sjást nefnilega ekkert – hvort sem maður er í ræktarfötum, fallegum kjól eða flugfreyjubúning. Þær fást í mörgum týpum, t.d. í streng og boxer. Ég mæli hiklaust með því að kíkja á Sloggi, en topparnir fást í Hagkaup Kringlu, og nærbuxurnar einnig í öðrum Hagkaups verslunum sem og Krónunni.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: