Fluffutips: Uppáhalds greiðslan skref-fyrir-skref

Færslan er ekki kostuð.

Ég held að langflestar flugfreyjur eigi sína go-to greiðslu. Þegar maður er að vakna eldsnemma á morgnanna (næturna) þá er ekki mikið um hugmyndaflug og gott að vera með eina skothelda greiðslu sem tekur lítinn tíma. Ég tileinkaði mér þessa greiðslu sem ég ætla að sýna ykkur, en hún er bæði einföld og falleg. Ég veit að margar notast við “kleinuhring” til að gera fallegan snúð, en ég byrjaði að gera þessa greiðslu því ég einfaldlega þoli ekki að vera með kleinuhring í hárinu. Mér finnst hann alltaf þvælast fyrir mér ef mig langar að halla hausnum aftur, og svo er ég alltaf að reka hann í (kv. brussan). Í þessa greiðslu þarf hinsvegar engann kleinuhring, bara spennur og teygjur. Ég er búin að fá endalaust af spurningum um greiðsluna í sumar, svo ég lofaði að taka myndir og deila henni með fleirum – svo hér kemur það! Ég tók tímann um daginn og ég er undir 5 mínútur að græja þessa (4:47 til að vera nákvæm), og þó greiðslan líti svoldið flókin út í hárinu er hún ótrúlega einföld!

IMG_49821.Hér sjáið þið hversu sítt hárið mitt er, en það getur vel verið styttra fyrir þessa greiðslu. Ég er svo oft spurð hvort ég sé ekki með rosalega þykkt hár til að ná snúningunum í greiðslunni, en ég er með mjög fíngert hár og alls ekki þykkt – en næstu skref hjálpa til.

2.Það fyrsta sem ég geri er að taka Dry Shampoo frá Maria Nila, en það er fullkomið sem texturizing spray.

3.-4. Ég spreyja því í hárið, aðallega í rótina – en það gefur fyllingu og það verður mun auðveldara að vinna með hárið (sérstaklega ef það er hreint).

.

IMG_4983

1. Næst tek ég greiðu og skipti hárinu í miðju.

2. Svo tek ég lokk alveg fremst öðru megin, sirka svona stórann.

3. Því næst skipti ég lokknum í tvo hluta.

4. Og svo byrja ég á snúningunum.

.

IMG_4984

Þegar ég geri snúningana þá fer lokkur 1 yfir, og lokkur 2 undir. Þegar lokkur 2 er kominn undir, tek ég meira hár úr hliðunum og bæti við hann. Hann fer svo yfir lokk 1, sem þá fær auka hár úr hliðunum og fer svo yfir lokk 2. Ég tek semsagt alltaf auka hár í lokkinn sem var að fara undir hinn, og sá fer þá alltaf yfir.

.

IMG_4985

Þegar ég er búin með snúninginn öðru megin festi ég hann aftaná með stórri klemmu, á meðan ég geri alveg eins hinumegin.

.

IMG_49861.Þegar snúningarnir eru tilbúnir báðu megin tek ég klemmuna sem hélt þeim fyrri úr, og tek þá báða saman aftaná höfðinu.

2. Þá tek ég venjulega teygju og geri tagl aftaná höfðinu og festi þannig báða snúningana.

3. Næst tek ég svo taglið aðeins sundur fyrir ofan teygjuna (bý til gat)..

4. ..og tek svo taglið og treð ofan í gatið, svo það myndast snúningur neðst.

.

IMG_4987

1. Þegar taglið er tilbúið þá toga ég snúningana aðeins til ef þarf, mér finnst fallegra að hafa þá aðeins lausa og ekki of strekkta.

2. Næst tek ég svo taglið og flétta það. Mér finnst best að hafa fléttuna ágætlega þétta.

3.-4. Fléttuna tek ég svo og toga til, svo það verði meira úr henni. Það er hægt að toga hana eins mikið til og maður vill, en þið sjáið sirka hvernig mín endar á seinustu myndinni.

.

IMG_4988

1. Þá er komið að því að rúlla fléttunni saman, og stinga endanum á henni ofan í gatið sem við gerðum áðan og settum taglið í gegn.

2. Svo tek ég spennur og byrja að festa fléttuna upp á höfuðið (afsakið miðjufingurinn – það var nú ekki ætlunin).

3. Ég festi hana alveg frekar vel, með svona 6-10 spennum, byrja alltaf efst svo hún haldist uppi og spenni svo þar sem mér finnst þurfa.

4. Endana neðst spenni ég svo líka niður svo ekkert standi út.

.

IMG_4989

1. Ef að einhver hár standa upp úr hjá snúningunum, tek ég spennu og spenni þau niður.

2. Svo tek ég mitt uppáhalds hársprey frá Moroccanoil..

3. …og spreyja allt vel og vandlega. Ég er með mikið af litlum hárum sem standa stundum út en ég sleiki þau bara niður með spreyinu.

4. Og þá er greiðslan tilbúin!

.

IMG_4991

Eitt það besta við greiðsluna er svo að þegar maður tekur hana úr, er maður ekki með skrítið kleinuhringja- eða teygjufar, heldur bara fallega liði eftir fléttu og snúninga. Eins og ég sagði í byrjun tekur greiðslan enga stund þegar maður er kominn upp á lag með hana, og ég geri hana fyrir hvert flug. Ég hef gert aðrar útfærslur af henni, en það er til dæmis alveg hægt að sleppa snúningunum – eða skipta þeim út fyrir fléttur til dæmis, möguleikarnir eru endalausir!

xxx

 

2 Comments on “Fluffutips: Uppáhalds greiðslan skref-fyrir-skref”

  1. Æðisleg greiðsla:) ég glími líka við það að vera með frekar þunnt og fíngert hár, en mér finnst þitt alls ekki virka þannig, hvað gerirðu til að fá svona volume í það?

    Like

    • Alveg glatað hár vandamál! En ég er búin að vera að taka hairburst vítamínið, og mér finnst það gefa hárinu mínu meiri fyllingu – annars nota ég volume sjampóið frá Maria Nila og svo bara nóóóóóg af þurrsjampóinu sem ég sýni efst í færslunni! Það gefur ótrúlega mikið volume og er ástæðan fyrir því að hárið mitt virkar ekki þunnt og fíngert 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: