Lookbook: Only Play

Færslan er unnin í samstarfi við Vero Moda.

Eins og ég sagði ykkur í gær finn ég allt í kring um mig að haustið nálgast. Þá er ekki úr vegi að fara að næla sér í ný ræktarföt og taka haustæfingarnar með trompi! Eitt það besta til að peppa mig í ræktina eru ný ræktarföt – ég er alltaf svo spennt að nota þau þegar ég á eitthvað nýtt! Ég ákvað að búa til smá lookbook og sýna ykkur Only Play línuna, sem var að mæta í Vero Moda. Fyrir þá sem vilja æfingaföt á fáránlega góðu verði, þá get ég mælt mjög vel með Only Play. Æfingafötin frá þeim eru líka mjög vel hönnuð, og sniðin þægileg.

P.s. þið getið smellt á myndirnar ef þið viljið sjá þær stærri.

 

Ég er svo ótrúlega hrifin af þessum appelsínugula lit sem einkennir línuna, ásamt bláum sem þið sjáið á eftir. Buxurnar eru einmitt líka til með bláum línum, en þær eru bæði ótrúlega flottar og þægilegar. Peysan er sennilega sú mýksta sem ég hef farið í, mig langar helst að sofa í henni! Toppurinn er ótrúlega góður – virkilega mjúkur og frekar síður.

.

.

Þetta dress er svona kósý ræktar/heima dress. Ég elska að vera í þægilegum æfingafötum þegar ég er heima að dúlla mér, og þessar buxur og peysa eru fullkomin í það! Ég hef lengi verið hrifin af buxunum, en þær gaf ég einmitt í gjafaleik á blogginu fyrr á árinu. Þær heita Lina og eru hinar fullkomnu sweatpants! Toppurinn sem þið sjáið glitta í innanundir peysunni er sá sami og svarti toppurinn á myndunum fyrir ofan, en hér í appelsínugula litnum.

.

.

IMG_4277

Hér sjáið þið bláa litinn  sem einkennir línuna ásamt þessum appelsínugula. Það eru nokkrir svona bolir í línunni, sem eru fullkomnir fyrir þá sem vilja ekki alveg þrönga hlýra-ræktarboli. Buxurnar eru örugglega þær allra þægilegustu sem ég hef prófað, það er eiginlega eins og að vera í engu að klæðast þeim, og þær eru mjög háar. Toppurinn sem þið sjáið innanundir bolnum er úr seamless efni og ótrúlega fallegur í bakið.

.

.

Þessi appelsínuguli bolur eru úr hálfgegnsæju netaefni, en ég á einmitt annan bol úr svipuðu efni sem kom í Only Play í vor. Hann er algjör snilld og ótrúlega þægilegt að vera í svona efni á æfingum. Þessar buxur eru í leggingsstíl, og úr meira svona “venjulegu” efni en íþróttaefni. Sé fyrir mér að þessar séu æði í yoga eða teygjutíma – eða bara heima í kósý!

.

.

 

IMG_4328

IMG_4327

Looooksins er ég búin að finna hið fullkomna hot-yoga outfit! Þegar ég fékk að sjá myndir af Only Play línunni fyrr í sumar, fór þessi samfestingur strax efst á óskalistann. Hann er seamless og alveg klárlega þægilegasta flík sem nokkurntíman hefur verið búin til. Maður er alveg frjáls, og hann er svo ótrúlega mjúkur! Hann er með innbyggðum toppi efst, svo maður þarf ekki að vera í neinu innanundir –  og jesús minn, hann er svo yndislegur! Þegar ég fer í hot yoga þoli ég ekki að hafa laus föt að flækjast fyrir mér, svo þessi samfestingur gæti ekki hentað betur.

Þið finnið öll fallegu Only play fötin í verslunum Vero Moda ❤

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: