Current: Supplements

Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

Ég finn allt í kring um mig að haustið nálgast. Það er orðið dimmt á næturna þegar ég vakna fyrir morgunflug, ræktin er farin að fyllast á nýjan leik og peysur og úlpur farnar að mæta í fataverslanir. Haustið er einn af mínum uppáhalds árstímum því þá byrjar allt í rútínu, og andrúmsloftið í samfélaginu verður eitthvað svo skipulagt og metnaðarfullt. Lok ágúst er eiginlega svolítið eins og janúar – nema bara hlýrri, þá fara margir að endursetja sig eftir sukk sumarsins og matarræði og æfingar komast í fastar skorður. Í tilefni þess að þetta nálgast allt saman datt mér í hug að það væri góð hugmynd að fara aðeins yfir þau fæðubótarefni sem ég er að taka þessa dagana!

IMG_4172

Hairburst*: Hairburst er alveg klárlega uppáhalds vítamínið mitt! Ég er búin að vera með chewable gúmmíin núna, og algjörlega elska þau. Það er miklu skemmtilegra að fá sér bragðgott gúmmí í staðinn fyrir að gleypa endalaust af töflum. Svo er ég búin að sjá svo ótrúlega mikinn mun á hárinu á mér að ég eiginlega trúi því ekki. Ég hef alltaf verið með hár sem vex alveg óendanlega hægt. Ég var nauðasköllótt þangað til ég var 2 ára og ég var örugglega orðin 5 ára þegar loksins náðist í lítinn gosbrunn ofan á höfðinu. Síðan ég byrjaði á Hairburst er hárið mitt alltíeinu búið að taka ótrúlegan kipp, og allir eru að segja mér hvað þeir sjái mikinn mun! Ég hlakka til að sýna ykkur fyrir/eftir mynd eftir nokkrar vikur í viðbót. Fæst hjá Alena.is.

IMG_4169

Eve Softgels frá Now*: Þessi fjölvítamínhylki eru með alveg ótrúlega flottum innihaldsefnum miðað við önnur fjölvítamín sem ég hef séð. Þau eru sérstaklega hönnuð fyrir konur og innihalda því efni sem konum skortir oft, eins og til dæmis járn. Þau innihalda líka öll önnur helstu vítamín, og þar með talið D vítamín og B vítamín. Ég hef í gegnum tíðina þjáðst af B vítamín skort, en það er ekki óalgengt hjá þeim sem æfa mikið, og þessvegna passa ég mig alltaf að taka það – svo er það líka gott fyrir minnið! Hylkin innihalda líka steinefni sem mér finnst frábært, það vantar oft í fjölvítamíntöflur, en í þessum er seleníum, zinc, magnesíum, joð og járn eins og ég nefndi áðan. Auk vítamínanna innihalda hylkin svo til dæmis grænt te og trönuberjaextract sem hjálpar til við að losa vatn sem getur safnast upp í líkamanum. Algjörar ofurtöflur sem ég mæli með að kíkja á ef ykkur vantar alhliða vítamín og bætiefni!

IMG_4168

Aduna Baobab Superfruit Powder*: Þetta 100% náttúrulega duft er eins og nafnið gefur til kynna unnið úr ofurávextinum Baobab – sem ég hafði reyndar aldrei heyrt um áður en ég prófaði þetta duft. Baobab vex á trjám í Afríku, og innihaldur hátt magn C vítamína, er um 50% trefjar og inniheldur hærra hlutfall af andoxunarefnum en nokkur annar ávöxtur. Ávöxturinn lítur svolítið út eins og lítil kókoshneta, en innaní skelinni er aldinkjöt sem þornar náttúrulega í sólinni og er því þurrt þegar ávöxturinn er týndur. Aldinkjötið er svo malað og úr því kemur duftið á myndinni hér að ofan – sem er svo hægt að bæta í mat eða nota sem innihaldsefni í maska (sem ég á eftir að prófa). Baobab duftið er alveg ótrúlega gott fyrir húðina, enda ríkt af andoxunarefnum og C-vítamíni sem eru lykilatriði fyrir ljómandi og fallega húð. Ég er líka alltaf hrifin af því að bæta meiri trefjum í matarræðið, enda lengi verið með viðkvæman maga og meltingu. Bragðið af duftinu er mjög milt og með sítruskeim, og mér finnst gott að bæta því út í hafragraut og djúsa eða smoothies. Fæst í Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsinu og Heilsutorgi Blómavals.

IMG_4167

C vítamín freyðitöflur: Þó að ég taki svona töflur ekki endilega á hverjum degi langaði mig að setja þær hér bara til að segja ykkur frá hvernig ég nota þær. Síðan ég og Heiðar byrjuðum saman hefur hann drukkið C-vítamín vatn nánast daglega, og er búinn að smita mig af því líka. C vítamín skolast auðveldlega út með vatni í líkamanum, svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af að taka of mikið af því eins og með A eða D vítamín. Mér finnst þessar freyðitöflur bara svo ótrúlega góður kostur til að fá bragð í vatnið sitt! Ég er miklu duglegri að drekka heilt glas af vatni ef það er smá bragð af því, og svo freyða töflurnar líka örlítið svo vatnið verður eins og létt-kolsýrt. Þegar ég var að keppa í módelfitness þá notaði ég líka oft svona töflur við sætindalöngun. Mér fannst ótrúlega gott að taka svona 1/4 af töflu og setja beint upp í mig, bragðið er ótrúlega gott að þegar hún freyðir í munninum örvar það munnvatnsframleiðslu og svalaði einhverri sætindalöngun, hjá mér allavega!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: