Uppáhalds í júlí

Stjörnumerktar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

Þá er komið að því að fara yfir uppáhalds lista seinasta mánaðar, en ég trúi því varla að júlí sé búinn og haustmánuðir fari að taka við. Ég er reyndar alltaf spennt fyrir haustinu en þá tekur rútína við hjá flestum – og svo koma öll fallegu haustfötin í búðir!

julí

1. Anastasia Beverly Hills Brow Definer*: Þennan fékk ég sendan um daginn og hann er búinn að vera í daglegri notkun síðan. Ég hef aldrei verið fljótari að græja augabrúnirnar mínar og eftir að ég fékk þennan, en ég á hann í litnum Medium Brown. Fæst HÉR.

2. Skyn Iceland Fresh Start Mask*: Þessi dásamlegi tveggja þrepa djúphreinsandi rakamaski er eins og nafnið gefur til kynna eins og ný byrjun fyrir húðina. Maður byrjar á að bera bláa leirinn yfir allt andltið, og fer svo yfir með gelinu sem virkjar maskann svo hann freyðir. Húðin verður svo ótrúlega falleg, fersk og mjúk eftirá! Fæst HÉR.

3. Giorgio Armani Luminous Silk Foundation: Ég nældi mér í þennan í Barcelona um daginn, en hann er búinn að vera á óskalistanum lengi. Miðað við verðið hafði ég háar væntingar, en hann stóðst þær allar og ég er ótrúlega ánægð með hann. Virkilega léttur og fallegur farði með silkiáferð.

4. Milani Amore Matte Lip Cream í litnum Adorable*: Þessi matti, fljótandi varalitur frá Milani bættist í safnið mitt um daginn, og ég er algjörlega ástfangin af bæði formúlunni og litnum. Formúlan er mött en samt ekki þannig að hún þurrki varirnar, og liturinn er fullkomlega nude. Fæst HÉR.

5. Essie Gel Couture í litnum Spool Me Over: Ég rakst á nýju gellökkin frá Essie um daginn í Target og að sjálfsögðu urðu þau að koma með mér heim. Liturinn sem ég valdi mér er að mínu mati hinn fullkomni ljósi ferskjulitur, og svo fékk ég mér glæra yfirlakkið í sömu línu líka. Lökkin hafa svo sannarlega ekki valdið vonbrigðum en þau endast alveg von úr viti!

6. Origins Drink Up Intensive Overnight Mask: Ég eignaðist Drink Up 10 mínútna maskann í fyrra sumar, og nældi mér svo í þennan næturmaska fyrir stuttu síðan. Hann er held ég næstum því að verða búinn, svo mikið er ég búin að nota hann. Svona maskar er akkúrat það sem húðin mín þarf eftir flug, og þegar maður kemur þreyttur uppá hótel eftir langt Ameríkuflug er best í heimi að geta bara skellt á sig maska og farið svo beint að sofa – og svo bara þvegið hann af daginn eftir!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: