Essie Coconut Cove
Færslan er unnin í samstarfi við Essie og varan í færslunni var fengin að gjöf.
Nýlega kom sumarlína Essie í verslanir hér á Íslandi, en ég hef tekið ástfóstri við einn sérstakan lit úr línunni.
Liturinn heitir Coconut Cove, en áður en ég sá litinn og heyrði nafnið þá vissi ég strax að þarna væri á ferðinni litur fyrir mig. Ég fæ aldrei nóg af fallegum ljósum litum. Mér finnst það einhvernveginn fara mér mun betur en dökkir eða skærir litir. Coconut Cove er ekki alveg hvítur, heldur með örlítið af gráu í. Nafnið minnir mig á Coconut Grove sem ég heimsótti í Miami seinasta sumar, og það vekur upp góðar minningar. Mér finnst hann einstaklega fallegur þegar maður er orðinn aðeins brúnni á höndunum eftir sólina í sumar, og þó að það styttist í haustið veit ég að hann á eftir að vera mikið notaður allt árið um kring.
xxx