Ég elska: Trek Protein Flapjack

Færslan er ekki kostuð.
Um daginn uppgötvaði ég ný hafra-próteinstykki, og ég vildi óska að ég hefði uppgötvað þau fyrr – og þessvegna langaði mig að segja ykkur frá þeim hér á blogginu! Ég hafði oft séð þau í búðinni en fannst einhvernveginn umbúðirnar ekki nógu girnilegar svo ég hafði aldrei keypt þau. Sem minnir mig enn og aftur að dæma ekki bók af kápunni því þessi eru algjörlega frábær!
Ég elska að eiga til í skápnum nóg af þægilegu millimáli sem er auðvelt að grípa með sér þegar ég er á ferðinni. Hafrastykki eru í uppáhaldi en hingað til hafði ég ekki fundið nein sem eru í “hollari” kantinum, og jafnvel innihalda smá prótein – þangað til ég prófaði þessi. Þau innihalda alveg smá sykur svo fyrir þá sem eru að reyna að sleppa honum eru kannski til annað sem er sniðugara, en þau eru glúteinlaus svo í góðu lagi fyrir þá sem glíma við glúteinóþol. Það sem mér finnst best við þau er að þau eru alveg ótrúlega bragðgóð, og hafrarnir gefa mér mikið í magann svo ég verð ekki strax aftur svöng. Þau eru með smá súkkulaði ofaná, en súkkulaði gerir auðvitað allt bara ennþá betra. Ég var líka svo ótrúlega ánægð að sjá hvað þau eru á góðu verði, en þau eru mun ódýrari en önnur próteinstykki sem ég hef verið að kaupa. Ég kaupi mín alltaf í Hagkaup en þau fást eflaust víðar.
xxx
Oh, takk Gyða! 😀 Ég keypti mér svona einhverntíma fyrir löngu og fannst það svo gott en mundi ómögulega hvar ég hafði keypt það! Gerði einmitt dauðaleit í Bónus í gær. Þetta er svo gott 🙂
LikeLike
Já alveg sammála! Þetta er algjör snilld 🙂
LikeLike