New In: Real Techniques Ultimate Base Set
Færslan er unnin í samstarfi við Real Tecniques og vörur í henni voru fengnar að gjöf.
Fyrir þá sem eru í sömu sporum og ég og eru ekki að fara fet um verslunarmannahelgina, þá er ég með smá huggun fyrir ykkur. Það er nefnilega komið nýtt burstasett frá Real Techniques og hvað er betra en að eyða peningum sem maður hefði annars eytt í dalnum á Þjóðhátíð frekar bara í nýjar snyrtivörur? Góð réttlæting hjá mér ekki satt?
Settið inniheldur tvær af vinsælustu vörum Real Techniques, ásamt splunkunýjum bursta sem er bara í þessu limited edition setti. Ég veit ekki með ykkur en limited edition nær mér alltaf. Nýji burstinn í settinu heitir Deluxe Concealer Brush og er án vafa einn besti hyljarabursti sem ég hef prófað. Hann er ekki ósvipaður stóra bróðir sínum sem er einmitt líka í settinu, Expert Face Brush, en auðvitað minni og svo er hann meira hringlaga. Síðan ég byrjaði að nota Real Techniques hefur Expert Face verið minn allra uppáhalds bursti, en áferðin sem ég næ með honum á farðann minn er engu lík! Hann er mjög þéttur og mjúkur og ég næ góðri þekju og fullkominni áferð. Ég var því ekki lengi að falla fyrir hyljaraburstanum, þar sem mér finnst áferðin og þekjan sem ég næ með honum vera eins. Settið kemur í mjög handhægri tösku með spegli, sem er þægilegt að hafa í töskunni ef maður skyldi þurfa að lagfæra yfir daginn. Í settinu kemur svo líka Miracle Complexion Sponge, en maður á aldrei nóg af farðasvömpum. Þeir finnst mér ómissandi til að nota eftir að ég nota bursta til að bera farðann á, til að ganga úr skugga um að öll för eftir burstahár fari og áferðin sé algjörlega gallalaus.
Settið er komið í verslanir og þið getið nálgast það á næsta sölustað Real Techniques.
xxx