Sebastian Dark Oil

Færslan er unnin í samstarfi við Sebastian á Íslandi og varan var fengin að gjöf.

Nýlega prófaði ég nýja hár-olíu frá Sebastian sem ber hið áhugaverða nafn Dark Oil. Olían er frekar ný á markaði og er öðruvísi en aðrar olíur sem ég hef prófað í hárið.

IMG_3880

Þar sem olían heitir Dark Oil gerir maður ráð fyrir að hún sé mjög dökk á litinn – en það er reyndar alls ekki raunin! Hún er nefnilega alveg glær og frekar gelkennd en olíukennd þegar hún kemur úr flöskunni. Aðrar olíur sem ég nota í hárið eru yfirleitt þeim eiginleikum gæddar að laga hár sem er illa farið, einskonar viðgerðarolíur – en þessi er ekki beint þannig. Þessi olía er meira til að slétta og gera hárið glansandi, auk þess að bæta við það umfangi og það er til dæmis frábært að blása upp úr henni! Hún inniheldur sandalvið, sedrusvið og arganolíu og er gerð með sérstakri Diffusx tækni sem gerir það að verkum að hún hverfur inn í hárið einstaklega fljótt. Eins og ég segi er hún nánast gelkennd þegar hún kemur úr flöskunni, en breytist svo í olíu í hárinu og hverfur inn í það áður en maður veit af. Vegna þessara eiginleika hentar hún nefnilega líka ótrúlega vel í skegg! Heiðar er búinn að vera að prófa þessa í skeggið og finnst hún alveg frábær – ilmurinn af henni er líka algjörlega fyrir bæði kynin. Talandi um ilminn..hún ilmar af dásamlegum sedrusvið og sandalvið og ég er meira segja búin að vera að stelast til að setja nokkra dropa af henni í ilmolíulampann minn (þó ég tými því varla), en svo góður er ilmurinn!

Eins og þið vitið er ég alltaf hrifin af því að bæta við góðum olíum í rútínuna mína, og þessi er frábær viðbót fyrir hárið mitt!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: