Eyebrow Transformation
Vörur nefndar í færslunni voru fengnar að gjöf.
Um daginn var ég að skrolla niður instagrammmið mitt, og fékk vægt sjokk. Ekki yfir því hversu mikið af selfies eru þar, neinei, það kemur engum að óvart. En hinsvegar tók ég eftir því hversu mikið augabrúnirnar mínar hafa breyst!
Efri myndin er frá því í janúar, og sú seinni er síðan í júní. Eruð þið að sjá þetta? Ég vissi alveg að augabrúnirnar mínar eru búnar að þykkna, en ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri svona mikill munur! Sérstaklega þar sem fyrri myndin er á þessu ári, það er ekki eins og hún sé árs gömul. Snemma á þessu ári setti ég mér það markmið að safna augabrúnum. Í tvo mánuði snyrti ég þær ekki neitt, og á sama tíma notaði ég undraefnið RapidBrow. RapidBrow virkar á tveim mánuðum, svo virknin sést kannski ekki vel á meðan það er notað, en svo þegar maður setur svona myndir saman sést greinilega hvað hefur gerst. Það er ótrúlega gaman að renna í gegnum instagrammið og sjá hvernig augabrúnirnar breyttust smám saman. Á sumum eldri myndunum hef ég fyllt aðeins meira inn í þær en á myndinni sem ég birti hér eru þær nokkurnveginn eins og þær voru. Alltíeinu núna er ég, sem hef alltaf verið með gisnar og leiðinlegar augabrúnir komin með þykkar og djúsí brúnir – algjörlega elska það!
Ég mæli algjörlega með því að leggja plokkarann frá sér og prófa RapidBrow ef ykkur langar í þykkari brúnir. RapidBrow er borið á tvisvar á dag, á daginn og á kvöldin og árangur sést eftir 60 daga. Ég viðurkenni reyndar að ég var ekki nógu dugleg að muna eftir því á hverjum morgni, en á hverju kvöldi bar ég það í brúnirnar, ásamt RapidLash í augnhárarótina en ég skrifaði einmitt um það HÉR. Ég fæ reglulega spurningar um hvert ég fari í augnháralengingar, eða hvaða gerviaugnhár ég sé með, og mér finnst alltaf jafn gaman að segja að þetta séu mín augnhár. Síðan ég kláraði “kúrinn” á RapidLash og RapidBrow hef ég verið að viðhalda árangrinum með því að bera hvoru tveggja á sirka 1-2x í viku, og mér finnst það vera nóg til að viðhalda honum. Í haust er ég svo að spá í að taka annan “kúr”. RapidLash og RapidBrow fæst í apótekum, Hagkaup og Fríhöfninni.
xxx