Black&Basic Leather Cap

Stjörnumerktar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.
Halló kæru lesendur! Það er gott að vera komin aftur eftir stutt en yndislegt sumarfrí. Ég skellti mér með mínum heittelskaða til Barcelona, alveg eins og í júlí í fyrra. Barcelona er ein af okkar uppáhalds borgum og það er alltaf yndislegt að vera þar. Ég er að vinna í bloggi um ferðina fyrir ykkur, því að ég fæ svo ótrúlega margar spurningar um hvað sé gaman að gera í Barcelona – enda ótrúlega vinsæll áfangastaður. Þar sem þetta var mitt þriðja skipti þar er ég orðin ágætlega kunnug og skal gefa ykkur skemmtileg tips á næstunni! En þangað til langaði mig að sýna ykkur myndir af nýju fullkomnu vegan leðurderhúfunni frá Black&Basic!
Þegar hún María sem á Black&Basic netverslunina sagði mér að hún væri að vinna að nýrri vegan leðurderhúfu var ég alveg ótrúlega spennt. Allt sem hún gerir er svo ótrúlega flott og ég er mikill aðdáandi Black&Basic. Derran var að sjálfsögðu fullkomin eins og við mátti búast – bæði lögunin og efnið. Hún er úr vegan leðri eins og ég sagði áðan sem mér finnst frábært, og er must have fylgihlutur fyrir komandi haust. Ég var svo heppin að eignast eintak úr fyrstu sendingunni, en hún seldist upp á einum degi. Hún er því uppseld eins og er, en kemur aftur 4. ágúst og það er forpöntun í gangi HÉR þangað til. Ég mæli klárlega með að forpanta hana þar sem hún gæti selst upp aftur jafn fljótt og seinast og þú vilt ekki missa af þessari geggjuðu derru!
Outfit
Derra: Black&Basic Vegan leather cap* HÉR
Buxur: Freddy Superfit
Skór: Nike Airmax
Bolur: Urban outfitters
Bomber: Zara