Uppáhalds: Í júní!

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf.

Þar sem uppáhalds færsla birtist ekki í seinasta mánuði, er uppáhalds listi dagsins extra veglegur! Á honum er að finna vörur allskonar vörur, en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa verið í mikilli notkun hjá mér seinustu vikur.

juni.jpg

1. Hairburst Chewables*: Í byrjun júní byrjaði ég að taka Hairburst, en ég fékk tuggutöflurnar frá Alena.is. Ég tek það á hverjum degi og seinustu vikur hef ég fundið mikinn mun á hárinu. Ég veit ekki hvort það er bara því að þakka, eða allavega kannski sambland af því og sjampóinu sem ég er búin að vera að nota, en ég er búin að finna mikinn mun á hárlosinu mínu upp á síðkastið. Hárið mitt er líka mikið fyllra og fallegra og það er allavega greinilegt að ég er að gera eitthvað rétt!

2. L’oreal Cushion de Soleil*: Cushion æðið mitt heldur áfram en ég eignaðist þennan fljótandi bronzer-farða fyrir nokkrum vikum. Hann er fullkominn til að gefa andlitinu hlýju og smá lit núna í sumar, en mitt fullkomna sumar-combó hefur verið GG kremið og svo þessi bronzer þar sem ég ber venjulega sólarpúður.

3. L’oreal GG cream: Um leið og sólin lætur sjá sig þá fer GG kremið í mikla notkun. Á sumrin vil ég ekki drekkja húðinni minni í þykkum farða og kýs frekar léttari áferð, en þá er þetta krem fullkomið. Ég keypti fyrstu túbuna í fyrra, en hún er nú búin en þar sem ég varð svo mikill aðdáandi í fyrra hafði ég keypt eina auka. Þetta krem er fullkomið til að fá létta þekju og fallega sólkyssta áferð á húðina, og það er líka með sólarvörn svo það er tilvalið til að nota núna í sumar. Fæst í Fríhöfninni.

4. NYX Butter Gloss í litnum Tiramisu: Eftir að Jaclyn Hill dásamaði þessi gloss í myndbandinu sínu um daginn varð ég að eignast þau. Ég nældi mér í eitt í Boston um daginn og það er búið að vera í mikilli notkun. Þessi gloss eru þykk og kremkennd og áferðin á þeim er frekar kremkennd en klístruð eða “glossy”.

5. Anastasia Beverly Hills Brow Wiz í litnum Chocolate: Ég eignaðist nýjan Brow Wiz í mánuðinum, en eftir að hafa átt hann í næstum ár finnst mér hann alltíeinu vera orðin ómissandi. Eftir að ég notaði RapidBrow og augabrúnirnar mínar urðu þykkri, finnst mér nóg að nota Brow Wiz til að fylla inn í brúnirnar mínar, svo Dipbrow hefur farið í smá pásu hjá mér.

6. Maybelline Lash Sensational Luscious: Nældi mér í þennan í Target um daginn en hann gefur hinum upprunalega Lash Sensational (sem er einn af mínum all time favorite maskörum) ekkert eftir. Burstinn er aðeins öðruvísi en ég er nokkuð viss um að formúlan er smitfrí eins og í hinum upprunalega. Hann er allavega komið í mikið uppáhald og ég bíð og vona að hann komi til Íslands í nánustu framtíð!

7. Physicians Formula Butter Bronzer: Önnur varan sem er hér á listanum útaf Jaclyn Hill. Þetta sólarpúður er engu líkt, en það lyktar eins og Pina Colada og er alveg ótrúlega mjúkt og fallegt. Þar sem mín húð er frekar dökk nota ég stóran bursta til að dreifa því á ystu parta andlitsins, og svo nota ég dekkra púður ef ég vil fá skarpari skyggingar.

8. Lancome Grandiose Liner*: Þessi eyeliner er algjör bylting að mínu mati! Pælingin á bakvið hann er svipuð og á bakvið Grandiose maskarann, sem er með svanahálsinum fræga sem gerir ásetningu hans einstaklega auðvelda. Það er hægt að smella haldinu á eyelinernum til hliðar, svo að auðveldara sé að setja hann á, og mér finnst ég ná extra mjórri línu og komast ennþá nær augnháralínunni en venjulega. Hann gerir það meirasegja auðveldara að búa til fallegan væng! Mæli með.

9. Maria Nila Heal shampoo&conditioner*: Mig langaði að gefa ykkur smá update á sjampóið og næringuna sem ég skrifaðu um HÉR. Ég er alveg ótrúlega hrifin af þessari nýju línu frá Maria Nila, og hún hentar hárinu mínu fullkomlega. Eins og ég hef áður sagt ykkur er ég með mikið hárlos, og ég hef séð mikinn mun á því seinustu vikur. Eins og ég segi þá gæti liður 1 í færslunni líka spilað hlutverk í því, en allavega hefur hárið mitt aldrei verið jafn fínt og seinustu vikur – það bæði lítur betur út, og ég finn það á minnkuðu hárlosi.

10. Maria Nila Dry Shampoo*: Það er örugglega engin hárvara sem hefur verið í jafn mikilli notkun og þessi seinustu vikur. Þó að þetta sé þurrsjampó nýtist það líka fullkomlega sem texturizing sprey, og þetta er mitt must have sprey í fluffugreiðslurnar! Þar sem hárið mitt er fíngert og alls ekki þykkt þá nota ég þetta til að spreyja í rótina og yfir það allt til að fá lyftingu og meiri þykkt og áferð. Þegar aðrar flugfreyjur spurja mig hvort ég sé með svona þykkt hár til að fá greiðslurnar eins og þær eru veit ég að þetta sprey er að gera kraftaverk!

11. Cailyn Idefine eyeliner*: Ég prófaði þennan eyeliner penna um daginn og varð virkilega hrifin! Hann er extra lítill og mjór með pínulitlum odd sem að er mjög auðvelt að nota til að gera þunnar línur og komast alveg upp við rótina. Hann er líka svartari en aðrir túss-eyelinerar sem ég hef prófað, og haggast ekki yfir daginn. Myndi 100% mæla með þessum fyrir byrjendur eða þá sem finnst erfitt að gera eyeliner, hann gerir verkið extra auðvelt. Fæst HÉR.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: