Skincare: Lancome Énergie De Vie

Færslan er unnin í samstarfi við Lancome á Íslandi og vörurnar í henni voru fengnar að gjöf.

Ég var svo heppin að fá að prufa nýjustu húðumhirðu línuna frá Lancome, en hún heitir Énergie de Vie. Í línunni eru þrír hlutir, perlu-lotion, dag”krem” og næturkrem/næturmaski. Það er svolítið erfitt að nota eitt orð yfir allar vörurnar í línunni, því þær eru eiginlega allar meira en bara eitthvað eitt. Línan hentar fyrir nánast allan aldur, en er ekki með virkum efnum sem minnka hrukkur, en hinsvegar fyrirbyggir hún hrukkur og línur. Umbúðirnar eru grænar og frísklegar og lyktin af öllu er ótrúlega fersk. Línan var eiginlega akkúrat það sem ég þurfti í húðumhirðu-rútínuna, en núna þegar ég er mikið að fljúga þarf ég að passa ennþá betur uppá húðina mína, og að hún fái örugglega allann þann raka sem þurra flugvélaloftið tekur frá henni. Línan hentar mér ótrúlega vel og ég er ástfangin af öllum vörunum í henni!

IMG_3175

Fyrsta varan sem mig langar að segja ykkur frá er þetta perlu-lotion. Þessi vara er ný fyrir mér, en ég hef ekki notað neitt þessu líkt áður. Varan er innblásin af húðumhirðu kóreskra kvenna, og eins og þið vitið eru þær þekktar fyrir að hugsa um húðina eins og gull. Allar húðvörur sem koma frá eða eru innblásnar frá Asíu er ég spennt að prófa, og þessi er algjörlega búin að slá í gegn hjá mér. Þetta er semsagt vökvi, sem ég klappa inn í húðina um leið og ég er búin að hreinsa hana – áður en ég set dag eða næturkrem. Þetta er einskonar serum-krem, og það vekur húðina og virkar eins og rakasegull sem læsir raka djúpt ofan í húðinni. Mér finnst húðin mín verða extra ljómandi og “plumped” er eiginlega besta orðið sem ég get notað til að lýsa því hvernig hún verður. Af öllum vörunum finnst mér þessi vera mest spennandi, og maður fær líka ótrúlega gott value fyrir peninginn þar sem það er mjög mikið í flöskunni. Ég nota þetta undantekningalaust undir dagkrem fyrir flug og mér finnst húðin mín vera í miklu betra standi eftir flugin núna en áður.

IMG_3173

Næst er það svo dag”kremið”. Ég set gæsalappir utan um krem vegna þess að það er alls ekki hægt að kalla þetta krem. Þetta er nefnilega mjög þunnt og vatnskennt, og ótrúlega frískandi þegar maður ber á sig. Vökvinn er eins öflugur og serum, en rakagefandi eins og krem. Hann inniheldur French Melissa sem er róandi og bólgueyðandi, ásamt Goji extract sem er einnig róandi og bólgueyðandi, og ótrúlega andoxandi. Vökvinn inniheldur líka Gentian extract sem gefur húðinni auka orku, og mjög hátt hlutfall rakagefandi efna eins og glycerin. Ég nota fingurgómana til að klappa þessu inn í húðina á eftir perlu-vökvanum,  og hún verður svo ótrúlega frísk og rakafyllt að ég hef aldrei vitað annað eins! Ég hafði fyrst áhyggjur af því að vegna þess að þetta er vökvi væri þetta ekki nógu rakagefandi fyrir mig, þar sem ég vil yfirleitt nota þykk og djúsí krem. Það var svo alls ekki raunin, og mér líður eins og ég sé að bera hreinan raka á húðina og hún verður svo ótrúlega mjúk og frískleg. Elska þetta!

IMG_3168

Seinasta varan er svo Énergie De Vie Nuit, en það er næturkrem eða maski. Þetta er semsagt vara sem er hægt að nota sem næturkrem, og bera þá þunnt lag yfir húðina fyrir nóttina – eða þá sem maska, og bera þá þykkt lag á húðina og leyfa henni að drekka hann í sig. Ég reyndar ber alltaf þykkt lag á húðina, mér finnst svo frábært að leyfa kreminu að virka sem maski og svo smýgur bara restin inn í húðina yfir nóttina. Þegar ég opnaði kremið fyrst og sá hvað það var gel-kennt hafði ég áhyggjur (eins og með dag-vökvann) að þetta væri ekki nógu rakagefandi sem næturkrem. En svo prófaði ég að bera það á mig, og fann þá að þetta er allt öðruvísi en önnur gelkennd krem sem ég hef prófað. Mér finnst þetta eiginlega meira eins og smjör, eða allavega blanda af smjöri og einhverju geli (girnilegt). Æi það er mjög erfitt að útskýra þessa áferð en hún er allavega dásamleg og að bera kremið á sig er algjör unaður. Ég hef aldrei vitað aðra eins rakabombu og þennan maska, hann er það allra besta sem ég veit eftir langan dag í flugvél.

Ég gef þessari línu mín bestu meðmæli, og sérstaklega fyrir þá sem vantar raka og orku í húðina. Fæst á sölustöðum Lancome, til dæmis í Hagkaup og apótekum.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: