Ég mæli með: IROHA Exfoliating Foot Mask

Færslan er unnin í samstarfi við Iroha og varan í færslunni var fengin að gjöf.

Ég er alveg þekkt fyrir ýmislegt en að vera með fallega fætur er svo sannarlega ekki eitt af því. Ég viðurkenni að ég er alls ekki nógu dugleg að hugsa um fæturna mína og halda þeim fallegum. Vegna þess hvað ég er mikill tossi að hugsa um fæturna enda ég oft með þykkt lag af dauðu og hörðu skinni á fótunum, sérstaklega í kringum hælana. Ég svitna líka yfirleitt aldrei á fótunum svo harða skinnið er fljótt að safnast upp. Þegar sumarið kemur og ég ætla svo í sandala er ekki beint smart að vera með harða og dauða húð á fótunum, og ég vil losna við hana sem fyrst. Sem betur fer er til ráð fyrir tossa eins og mig, og exfoliating fótamaskar hafa orðið mínir bestu vinir þegar sandalatíminn gengur í garð.

IMG_3092.jpg

Maskinn sem ég er að tala um er frá merkinu IROHA, en þeir maskar fást t.d. í Hagkaup og apótekum. Þegar pakkinn með maskanum er opnaður er sokkapar í honum, og innan í sokkunum er svo maskinn sjálfur. Það eina sem þarf að gera er að klæða sig í sokkana, festa þá svo þeir haldist á sínum stað, og bíða í 90-120mínútur. Mér finnst fínt að gera þetta bara um kvöldið og ég hef þá á meðan ég horfi á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu.

IMG_3089

Þegar tíminn er liðinn fer ég úr sokkunum og hendi þeim, og svo tekur biðin við. Maskinn virkar nefnilega á 7-10 dögum, svo það þýðir ekki að skella sér í þá daginn áður en maður ætlar að vera fínn í sandölum á spáni. Það sem gerist svo eftir rúma viku, er að fæturnir byrja að fara úr ham – bókstaflega eins og snákur. Allt dauða skinnið fer að losna svo auðvelt er að taka það af, en þegar fæturnir eru búnir að ganga í gegnum hamskiptin verða þeir silkimjúkir og lausir við allt hart og dautt skinn!

IMG_3165

Ég veit að myndin er ekki beint girnileg, en ég varð bara að sýna ykkur almennilega hvernig þessi maski virkar! Í dag eru um 8 dagar síðan ég notaði maskann, og fæturnir mínir eru byrjaðir að losa sig við allt dauða skinnið. Ég hef notað þennan maska nokkrum sinnum, og hann virkar alltaf jafn vel. Ég sver að ég minnka nánast um skóstærð þegar ferlinu eru lokið, og ég er alltaf jafn fegin að losna við dautt og hart skinn. Þegar skinnið er orðið laust er auðvelt að raspa eða nudda það af, en mér finnst best að gera það í sturtunni eða úti á palli.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: