Ég mæli með: Blvd. Cosmetics burstasápunum!

Færslan er unnin í samstarfi við Shine.is, en vörur í færslunni eru bæði fengnar að gjöf og keypt af höfundi sjálfum.

Ég er búin að vera á höttunum eftir nýrri frábærri burstasápu í svolítinn tíma. Mig vantaði sápu sem að a) Þvær burstana mína í einum hvelli sama hvað er í þeim, b) Er í stórri stærð sem klárast ekki við fyrsta þvott, og c) Gerir burstana mína mjúka og fína. Ég held bara sveimér þá að hún sé nú fundin!

IMG_3135

Eftir að ég sá minn uppáhalds Youtub-er, Jaclyn Hill, mæla með þessari burstasápu, vissi ég að ég þyrfti að prófa. Það eru líka fleiri búnir að mæla með henni, til dæmis Manny MUA svo hún er búin að fá virkilega góð meðmæli! Það sem mér finnst snilld er að hún kemur í nokkrum mismunandi lyktum, svo maður getur valið sér þá lykt sem manni líkar best. Hún kemur samt líka lyktarlaus fyrir þá sem vilja það. Sápan er í formi sápustykkis sem kemur í boxi, og maður fer beint með burstana ofan í boxið þegar maður þrífur þá. Boxið er mjög stórt og veglegt og sápan endist ótrúlega vel. Þegar maður þrífur 150 bursta reglulega þá er eins gott að sápan endist almennilega, og ég er mjög sátt að vera lokins búin að finna sápu sem gerir það. Hún þrífur allt hratt og örugglega, bæði bursta og svampa, og svo skilur hún burstana líka eftir ótrúlega mjúka. Þetta er nefnilega svona 2-in-1 sápa og næring fyrir burstana. Báðar lyktirnar sem ég á finnst mér æðislegar, lemongrass þarf auðvitað ekkert að spyrja mig útí þar sem ég elska allt með sítrónu. Champagne Rose er svolítið erfitt að útskýra, þetta er ekki venjuleg rósar-lykt en ég get samt ekki alveg útskýrt hvernig hún er. Sú lykt var gerð í samstarfi við Brian Champagne og er vinsælasta sápan hjá þeim. Frábærar burstasápur sem ég tek fagnandi inní burstahreinsi-rútínuna mína!

Með kóðanum ‘GyðaDröfn’ fáið þið 10% afslátt af Blvd. sápum og BeBella augnskuggapallettum á Shine.is út 30. júní! Þið getið kíkt á úrvalið HÉR.

xxx

2 Comments on “Ég mæli með: Blvd. Cosmetics burstasápunum!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: