Ég elska: Skyn Iceland Oxygen Infusion Night Cream

Færslan er unnin í samstarfi við Nola.is og vörur í henni voru fengnar að gjöf. 

Nýlega kynntist ég loksins dásamlega merkinu Skyn Iceland. Ég er búin að hafa augastað á merkinu síðan það kom fyrst á markað hér á Íslandi, en hafði samt aldrei prófað neitt – þangað til núna. Það er óhætt að segja að ég sé algjörlega ástfangin upp fyrir haus!

IMG_3109.JPG

Skyn Iceland er reyndar ekki íslenskt merki, heldur er stofnandi þess frá New York. Hún  varð algjörlega heilluð af íslenskri náttúru eftir heimsókn hingað, og í kjölfarið stofnaði hún merkið sem er innblásið af íslandi og inniheldur íslensk innihaldsefni. Merkið bíður upp á lausnir fyrir stressaða og þreytta húð, en ég held að við getum flest tengt við það. Hver kannast ekki við að fá of lítinn svefn, drekka of lítið vatn og of mikið kaffi..ég rétti allavega upp hönd. Kremið á myndinni hér að ofan er næturkrem, og heitir Oxygen Infusion Night Cream. Formúlan er ótrúlega rakamikil og næringarrík, og vinnur á húðvandamálum eins og þreytulegri, þurri, pirraðri, ójafnri og flagnaðri húð. Best er að taka smá af kreminu í lófann, og nudda því þar til að hita það. Það er svo borið á húðina og tilfinningin er ekkert nema dásamleg. Það er alveg ótrúlega mjúkt og ilmar yndislega, og ég finn virknina í því. Ég finn alltaf smá hita tilfinningu eftir að ég ber það á, en það er fullkomlega eðliegt og er vegna þess hve virknin í því er mikil. Ég finn sérstaklega fyrir því þegar húðin mín er mjög þreytt, og það róar hana strax og lyktin róar svo mig sjálfa svo ég er tilbúin í svefninn. Ég vakna alltaf endurnær og ég er alveg viss um að húðin mín hefur aldrei litið jafn vel út á morgnanna. Án efa eitt yndislegasta krem sem ég hef prófað, og ég elska bókstaflega allt við það.

Kremið fæst HÉR.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: