Fluffutips: Til að láta sokkabuxurnar endast lengur

Færslan er ekki kostuð.

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru Íslendingar! Dagurinn á sérstakan stað í hjarta mínu að öðrum ástæðum en þeim að nú fögnum við sjálfstæði Íslands, en langafi minn hefði orðið 88 ára í dag og svo á besta vinkona mín afmæli. Þegar ég var lítil voru afmælisveislur hjá afa á 17. júní fastur liður, og ég sakna þeirra mikið.

131184_291999377578286_1642313598_o.jpg

Ég, langafi og systir mín árið 2001. Hann var alltaf að dúllast með okkur systrunum.

En mér finnst dagurinn líka tilvalinn til að segja ykkur frá fyrsta “fluffutipsinu”! Fluffutips verður nýr liður hér á blogginu, og við sjáum til eftir sumarið hversu mikið af góðum ráðum bætast í hann. Að sjálfsögðu eru þetta ekki bara ráð sem flugfreyjur geta notað, en þau eiga það kannski sameiginlegt að nýtast einstaklega vel í þau verkefni sem þær taka sér fyrir höndum. Fyrsta ráðið er reyndar vel þekkt hjá flugfreyjum en mig langaði samt að deila því þar sem ég hafði ekki heyrt það áður, og svo finnst mér það líka virka ótrúlega vel!

IMG_2538

Við flugfreyjurnar þurfum semsagt eins og einhverjir vita örugglega, alltaf að vera í sokkabuxum í vinnunni. Við fáum úthlutað sérstökum sokkabuxum og þær eru ekkert sérstaklega þykkar, og því auðvelt að skemma þær – sérstaklega ef maður er brussa eins og undirrituð. Það er ekkert sérstaklega smart að reka sig í og sitja uppi með lykkjufall allt flugið, og þessvegna hef ég notað þetta ráð til að fyrirbyggja það.

IMG_2865.JPG

Til að koma í veg fyrir að fá lykkjufall á sokkabuxurnar er hægt að bleyta þær, vinda þær vel, setja þær í poka og skella þeim svo í frystinn. Þar leyfi ég þeim að vera allavega yfir nótt, og tek þær svo út og leyfi að þorna alveg á ofninum. Svo nota ég þær þegar þær eru orðnar alveg þurrar! Ég veit ekki hvort að brussulætin í mér hafi minnkað með árunum, en allavega hef ég ekki lent í því að fá lykkjufall síðan ég byrjaði að nota þetta ráð! Sokkabuxurnar haldast líka fallegar mikið lengur, en áður en ég byrjaði á þessu fannst mér þær verða strax svo sjúskaðar og ljótar – núna nota ég þær mörg flug í röð án þess að það sjái eitthvað þannig lagað á þeim.

IMG_2846

Ég hef nokkrum sinnum lent í því að fá lítil göt á sokkabuxurnar, en aldrei hafa þau orðið að lykkjuföllum. Ég vill meina það að það sé þessu ráði að þakka! Það er mjög mikilvægt að leyfa sokkabuxunum að þorna alveg áður en þær eru notaðar, það má ekki fara í þær blautar eða rakar. Útlitið á sokkabuxunum breytist ekkert við að gera þetta, en mér finnst áferðin verða eitthvað örlítið öðruvísi – þær verða einhvernveginn sterkari, erfitt að útskýra það.

Ég mæli með þessu ráði til dæmis fyrir konur sem eiga stóran dag framundan og vilja ekki lenda í því að fá lykkjufall á sokkabuxurnar! Og auðvitað bara alla aðra 🙂

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: