Lookbook: Festival Vibes

Færslan er ekki kostuð og er unnin að frumkvæði höfundar. Vörur eru ýmist lánaðar fyrir myndatöku eða fengnar að gjöf.

Nú er Festival season-ið í hámarki, en það byrjar yfirleitt með Coachella hátíðinni sem er haldin í Kaliforníu í apríl. Hérna á Íslandi fer að styttast í Secret Solstice, en ég myndi segja að það væri aðal svona “festivalið” hér. Sjálf ætla ég að skella mér annað árið í röð og gæti ekki verið spenntari. Ég kíkti aðeins í Smáralindina í vikunni og fann fullt af flottum fötum í Vero Moda sem eru akkúrat í festival stíl – og svo fann ég flotta fylgihluti í Six. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum sem kannski gætu orðið ykkur innblástur fyrir Secret Solstice lúkkið!

Öll fötin fást í Vero Moda, og höfuðskrautin og líkamskeðjurnar fást í Six.

Fyrsta dressið samanstendur af svörtu knee-cut buxunum sem voru að koma í Vero Moda – þær eru dásamlega mjúkar og ef þið fílið knee-cut eru þetta akkúrat buxurnar fyrir ykkur! Kjóllinn er í boho stíl og öskrar festival að mínu mati! Mér fannst fallegt að para hann við höfuðskraut með bláum stein, en skórnir eru svo Vagabond sandalar sem ég eignaðist í fyrra.

Næsta dress samanstendur af ljósum stuttbuxum, bleikum stuttermabol og hekluðu vesti úr Vero Moda, hatturinn er líka þaðan. Líkamskeðjan finnst mér setja punktinn yfir i-ið, en ég hef alltaf verið veik fyrir svoleiðis og var því ánægð að finna nokkrar fallegar í Six. Ég  vona að veðrið á Solstice verði jafn yndislegt og í fyrra, og þá kemst maður upp með að vera í stuttbuxum.

Þetta höfuðskraut er í alvöru eitt það fallegasta sem ég hef séð! Meirasegja kærastinn samþykkti það, en hann er með ofnæmi fyrir hverskyns fylgihlutum á höfuð. Það er líka einstaklega fallegt við kjólinn, en hann gæti ekki verið meira festival-legur!

Seinasta dressið er allt svart, en það væri aljgörlega hægt að bæta við það fleiri fallegum fylgihlutum, nú eða lit í hárið og á neglurnar! Mér finnst svo fallegt að leyfa heklaða toppnum að njóta sín undir blúndubolnum, en ég ákvað að para það við afslappaðar buxur þar sem ég vildi klæða bolinn aðeins “niður”.

Ég vona að þið hafið haft gaman af kæru lesendur ❤

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: