New In: Í ræktina – ICANIWILL

Færslan er unnin í samstarfi við Wodbúð, og vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf.

Þið munið kannski eftir því þegar ég var að missa mig yfir nýju ræktarbuxunum mínum um daginn – ef ekki er færsluna að finna HÉR. Ég var svo heppin að eignast aðrar buxur í vikunni frá sama merki, og íþróttatopp!

IMG_2585

Síðan ég birti færsluna mína fyrir nokkru síðan er ég búin að sjá stelpur út um allt í buxum frá ICANIWILL – það er greinilega fleiri hrifnar af merkinu eins og ég! Fötin eru líka bæði sjúklega flott, ótrúlega þægileg, og “virka” í ræktina. Það eru nefnilega ekkert öll ræktarföt sem virka. Þau þurfa að vera rétt sniðin svo þau haldist á sínum stað þegar maður hreyfir sig, og svo þurfa þau líka að vera úr efni sem henta. Þegar ég fer í ræktina er ég að lyfta, taka brennsluæfingar og teygjuæfingar, og vill að fötin mín henti í þetta allt – engar smá kröfur.

IMG_2581

Þar sem ég var svo ótrúlega ánægð með buxurnar seinast, nældi ég mér í annað par, en í þetta skiptið langaði mig í einhverjar aðeins meira plain. Ég elska mínar munstruðu en stundum er ég meira í stuði fyrir einlitar venjulegar buxur. Þessar eru því fullkomin viðbót í ræktar-fataskápinn! Þó þær séu alveg svartar eru þær með hvítum stöfum, og hvítu mesh efni aftaná hjá hnjánum sem brýtur þær aðeins upp. Efnið í þeim er ÆÐI. Þær eru ekki alveg jafn háar og hinar sem ég á, en alls ekki lágar samt. Þær haldast vel uppi, og eru fullkomlega sniðnar. Efnið heldur ótrúlega vel við, og gerir mann extra fínan – kæró er allavega hrifinn af þeim!

IMG_2583

Toppurinn kom mér ótrúlega mikið á óvart! Á myndinni á heimasíðunni virðist hann vera nokkuð venjulegur, en þegar ég fékk hann í hendurnar fann ég hvað hann er ótrúlega gæðalegur. Efnið er þykkt og hann heldur ótrúlega vel við. Allt efnið í honum er nefnilega tvöfalt, líka í böndunum aftaná. Hann heldur öllu á sínum stað, og ég þarf aldrei að vera að laga hann til á æfingum eins og með marga aðra íþróttatoppa. Svo er hann líka alveg ótrúlega flottur en það eru einmitt til buxur í stíl við hann – sem mig dreymir um núna. Mig langar bara í allt frá þessu merki þar sem allt sem ég er búin að prófa verð ég ástfangin af!

IMG_2594

Ég tók XS í bæði toppnum og buxunum, en það er stærðin sem ég tek venjulega.

Þú getur skoðað úrvalið frá merkinu HÉR.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: